Gott mál

Það er gott að vita til þess að samræma eigi reglur um framkvæmd sýnatöku vegna gruns um að aka undir áhrifum áfengis og/eða vímuefna. Það sem stendur upp út í þvagleggsmálinu svokallaða er að skortur var á vinnureglum og að skýrt væri hve langt væri eðlilegt að ganga. Í málum sem þessum er nauðsynlegt að einstakir lögreglumenn sitji ekki uppi með þá ákvörðun að túlka hversu langt löggjafinn ætlaði þegar lögin voru samþykkt. Það á að vera ákvörðun ráðherra að setja reglur um þessa þætti. Ég skil að vísu ekki alveg að það sé samgönguráðherra sem setji þessa vinnu á stað þar sem dómsmálaráðherra fer með málefni lögreglu. Kannski hefði verið eðlilegra að umræddar reglur séu settar af dómsmálaráðherra sem yfirmanni löggæslumála í landinu.

Í framhaldi af allri þeirri umræðu sem orðið hefur í samfélaginu um þvagleggsmálið þá verður gaman að sjá hvort að sérfræðingar og/eða hagsmunahópar og/eða almenningur geti komið að málinu. Það væri gaman að sjá alvöru samráð um gerð reglna á borð við þessar. A.m.k. að almenningi væri gefin kostur á að koma á framfæri athugasemdum við lokadrög áður en ráðherra samþykkir þau.


mbl.is Reglur um sýnatöku samræmdar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Líklega er það samgöngumálaráðherra vegna þess að þetta er í umferðalögum.

Áhugasamur 14.9.2007 kl. 16:58

2 Smámynd: Daði Einarsson

Ég hefði nú talið það eðlilegra að setning starfsreglna fyrir lögregluna væri á hendi yfirmanns löggæslumála í landinu (dómsmálaráðherra).

Daði Einarsson, 17.9.2007 kl. 08:34

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og fimmtán?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Vangaveltur um hitt og þetta

Höfundur

Daði Einarsson
Daði Einarsson

Áhugamaður um stefnumótun, sérstaklega í heilbrigðismálum og í því er varðar siðferði í opinberri stjórnsýslu. Ennfremur með mikinn áhuga á gæludýrum og allt sem þau varðar, og rek ásamt tveimur öðrum óháð gæludýraspjall.

Netfang: dadi.einarsson@gmail.com

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband