14.9.2007 | 11:17
Gott mál
Það er gott að vita til þess að samræma eigi reglur um framkvæmd sýnatöku vegna gruns um að aka undir áhrifum áfengis og/eða vímuefna. Það sem stendur upp út í þvagleggsmálinu svokallaða er að skortur var á vinnureglum og að skýrt væri hve langt væri eðlilegt að ganga. Í málum sem þessum er nauðsynlegt að einstakir lögreglumenn sitji ekki uppi með þá ákvörðun að túlka hversu langt löggjafinn ætlaði þegar lögin voru samþykkt. Það á að vera ákvörðun ráðherra að setja reglur um þessa þætti. Ég skil að vísu ekki alveg að það sé samgönguráðherra sem setji þessa vinnu á stað þar sem dómsmálaráðherra fer með málefni lögreglu. Kannski hefði verið eðlilegra að umræddar reglur séu settar af dómsmálaráðherra sem yfirmanni löggæslumála í landinu.
Í framhaldi af allri þeirri umræðu sem orðið hefur í samfélaginu um þvagleggsmálið þá verður gaman að sjá hvort að sérfræðingar og/eða hagsmunahópar og/eða almenningur geti komið að málinu. Það væri gaman að sjá alvöru samráð um gerð reglna á borð við þessar. A.m.k. að almenningi væri gefin kostur á að koma á framfæri athugasemdum við lokadrög áður en ráðherra samþykkir þau.
Reglur um sýnatöku samræmdar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Vangaveltur um hitt og þetta
Bloggvinir
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Magnússon
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Baldur Kristjánsson
- Bara Steini
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Dögg Pálsdóttir
- Einar Sveinbjörnsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðjón R. Friðjónsson
- Gestur Guðjónsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- gudni.is
- halkatla
- Halla Rut
- Hlekkur
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreiðar Eiríksson
- Ívar Pálsson
- Jens Guð
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Jón Þór Ólafsson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Maria Elvira Méndez Pinedo
- Mofi
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Orðið á götunni
- Pétur Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
- Sigurður Viktor Úlfarsson
- Sóley Tómasdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Arnarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- TómasHa
- Viðar Eggertsson
- Þarfagreinir
- Þorkell Sigurjónsson
Tenglar
Hin bloggin mín
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Líklega er það samgöngumálaráðherra vegna þess að þetta er í umferðalögum.
Áhugasamur 14.9.2007 kl. 16:58
Ég hefði nú talið það eðlilegra að setning starfsreglna fyrir lögregluna væri á hendi yfirmanns löggæslumála í landinu (dómsmálaráðherra).
Daði Einarsson, 17.9.2007 kl. 08:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning