Einkabílstjóri eða aftursætisbílstjóri?

Alltaf gaman þegar bílafyrirtæki eru með góða framtíðarsýn í öryggismálum. Þegar ég les þetta kemur nú bara aðallega upp í hugann hvort að bíllinn geti þá keyrt sjálfur þ.e. án þess að ökumaður komi að eða ef þetta er bara að bremsa fyrir mann eða eitthvað álíka. Væri t.d. hægt að fá sér í glas og svo myndi bíllinn bara keyra mann heim. Eða myndi bíllinn frekar neita að fara í gang?

Ég væri til í svona bíl ef hann gæti keyrt fyrir mann eða verið einhverskonar einkabílstjóri eða einkabílstjóraígildi. Ef bíllinn er að taka af manni völdin varðandi að bremsa og annað þess háttar þá er ég ekki alveg eins viss. Ég held að maður fengi það á tilfinninguna að maður væri ekki með fulla stjórn á bílnum. Nógu slæmt er þegar maður hefur mannlegan aftursætisbílstjóra, hvað þá þegar hann væri orðinn vélrænn. Aftur á móti væri gott ef að bíll færi ekki í gang ef bílstjórinn er ölvaður. Það myndi bæta öryggi til muna, en það er líklega ótengt mál.


mbl.is Volvo-bílar hafa vit fyrir ökumönnum sínum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halla Rut

Volvo er góður.

Halla Rut , 13.9.2007 kl. 22:22

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og átta?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Vangaveltur um hitt og þetta

Höfundur

Daði Einarsson
Daði Einarsson

Áhugamaður um stefnumótun, sérstaklega í heilbrigðismálum og í því er varðar siðferði í opinberri stjórnsýslu. Ennfremur með mikinn áhuga á gæludýrum og allt sem þau varðar, og rek ásamt tveimur öðrum óháð gæludýraspjall.

Netfang: dadi.einarsson@gmail.com

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband