11.9.2007 | 10:29
Hvor hefur rétt fyrir sér?
Alltaf gaman að fylgjast með umræðum á Bandaríkjaþingi. En hvor hefur rétt fyrir sér varðandi hvort hernaðaráætlunin í Írak sé að ganga upp eða ekki. Ég hef nú meiri trú á að hershöfðinginn hafi meira vit á því en þingmaður sem hefur líklega aldrei komið að hernaði. Sérstaklega þegar umræddur þingmaður á örugglega nokkuð uppúr því að sýnast vera að gera eitthvað til að hægt sé að kalla herinn heim.
Ég hef alltaf litið á að vandamálið í Írak er að litlu leyti hernaðarlegt, enda er hernaður aldrei lausn á vandamálum. Þegar vel gengur getur hernaður skapað aðstæður svo pólitísk lausn sé möguleg. Vandamálið í Írak er að mínu mati pólitísk. Ekki hefur tekist að ná sátt um stjórnarfyrirkomulag og aðkomu mismunandi hópa að því. Stjórnin hefur ekki stjórn á landinu og oft sýnist manni sem langt sé í land að það verði til stjórn og stjórnkerfi sem geti stjórnað landinu. Það sem hefur brugðist í Írak er að ná pólitískri lausn enda er hernaður bara tæki til að ná einhverri stjórn á landinu og að reyna að gefa stjórnmálamönnum nægan frið til að byggja upp nýtt stjórnkerfi. Margt fór úrskeiðis á upphafsvikum hernámsins í Írak og nú geta hersveitir Íraka, Bandaríkjamanna o.fl. eingöngu reynt að ná einhverjum tökum á öryggisþætti átakana en án pólitískrar lausnar mun enginn árangur nást til lengri tíma litið. Þörf er á raunsærri nálgun á pólitíska sviðinu í Írak svo að einhver séns sé á að átökunum ljúki og hægt sé að fara að byggja upp nýtt Írak á grunni þess gamla.
Demókratar gagnrýna Petraeus harðlega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Vangaveltur um hitt og þetta
Bloggvinir
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Magnússon
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Baldur Kristjánsson
- Bara Steini
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Dögg Pálsdóttir
- Einar Sveinbjörnsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðjón R. Friðjónsson
- Gestur Guðjónsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- gudni.is
- halkatla
- Halla Rut
- Hlekkur
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreiðar Eiríksson
- Ívar Pálsson
- Jens Guð
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Jón Þór Ólafsson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Maria Elvira Méndez Pinedo
- Mofi
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Orðið á götunni
- Pétur Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
- Sigurður Viktor Úlfarsson
- Sóley Tómasdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Arnarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- TómasHa
- Viðar Eggertsson
- Þarfagreinir
- Þorkell Sigurjónsson
Tenglar
Hin bloggin mín
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er alveg rétt hjá þér.
Maður fær oft á tilfinninguna að margur þingmaðurinn sé í atkvæðaeltingaleik í aðdraganda forsetakostninga í BNA, sækja atkvæði þeirra sem vilja draga herinn heim.
Vandamálið liggur í augum uppi, það ganga hópar um landið sem sprengja og drepa allt sem þeir geta, þá þarf að stöðva. Það verður seint leyst með hervaldi, það þarf að sameina þessa þjóð undir einum fána, hún er allt of sundurbrotin í trúarhópa. Ég mæli með að menn lesi þennan pistil á vísindavefnum
Garðar Valur Hallfreðsson, 11.9.2007 kl. 11:11
Gaman að sjá það sem mér finnst vera gáfulegar athugasemdir á þessu máli. Það er að mínu mati allt of mikil einföldun að bara fara með herinn burt. Ég er ekki að útiloka að það sé það sem er rétt að gera í stöðunni en það á að skipta meira máli að koma á friði en að bara fara og vona hið besta. Ég veit að ég veit of lítið til að vita hvað er rétt að gera í stöðunni, maður bara vonar að þeir sem vilja frið leiði ákvarðanatöku í þessu en ekki þeir sem græða á stríði.
Mofi, 11.9.2007 kl. 13:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning