Hvor hefur rétt fyrir sér?

Alltaf gaman að fylgjast með umræðum á Bandaríkjaþingi. En hvor hefur rétt fyrir sér varðandi hvort hernaðaráætlunin í Írak sé að ganga upp eða ekki. Ég hef nú meiri trú á að hershöfðinginn hafi meira vit á því en þingmaður sem hefur líklega aldrei komið að hernaði. Sérstaklega þegar umræddur þingmaður á örugglega nokkuð uppúr því að sýnast vera að gera eitthvað til að hægt sé að kalla herinn heim.

Ég hef alltaf litið á að vandamálið í Írak er að litlu leyti hernaðarlegt, enda er hernaður aldrei lausn á vandamálum. Þegar vel gengur getur hernaður skapað aðstæður svo pólitísk lausn sé möguleg. Vandamálið í Írak er að mínu mati pólitísk. Ekki hefur tekist að ná sátt um stjórnarfyrirkomulag og aðkomu mismunandi hópa að því. Stjórnin hefur ekki stjórn á landinu og oft sýnist manni sem langt sé í land að það verði til stjórn og stjórnkerfi sem geti stjórnað landinu. Það sem hefur brugðist í Írak er að ná pólitískri lausn enda er hernaður bara tæki til að ná einhverri stjórn á landinu og að reyna að gefa stjórnmálamönnum nægan frið til að byggja upp nýtt stjórnkerfi. Margt fór úrskeiðis á upphafsvikum hernámsins í Írak og nú geta hersveitir Íraka, Bandaríkjamanna o.fl. eingöngu reynt að ná einhverjum tökum á öryggisþætti átakana en án pólitískrar lausnar mun enginn árangur nást til lengri tíma litið. Þörf er á raunsærri nálgun á pólitíska sviðinu í Írak svo að einhver séns sé á að átökunum ljúki og hægt sé að fara að byggja upp nýtt Írak á grunni þess gamla.


mbl.is Demókratar gagnrýna Petraeus harðlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Garðar Valur Hallfreðsson

Það er alveg rétt hjá þér.
Maður fær oft á tilfinninguna að margur þingmaðurinn sé í atkvæðaeltingaleik í aðdraganda forsetakostninga í BNA, sækja atkvæði þeirra sem vilja draga herinn heim. 
Vandamálið liggur í augum uppi, það ganga hópar um landið sem sprengja og drepa allt sem þeir geta, þá þarf að stöðva.  Það verður seint leyst með hervaldi, það þarf að sameina þessa þjóð undir einum fána, hún er allt of sundurbrotin í trúarhópa.  Ég mæli með að menn lesi þennan pistil á vísindavefnum

Garðar Valur Hallfreðsson, 11.9.2007 kl. 11:11

2 Smámynd: Mofi

Gaman að sjá það sem mér finnst vera gáfulegar athugasemdir á þessu máli.  Það er að mínu mati allt of mikil einföldun að bara fara með herinn burt. Ég er ekki að útiloka að það sé það sem er rétt að gera í stöðunni en það á að skipta meira máli að koma á friði en að bara fara og vona hið besta.  Ég veit að ég veit of lítið til að vita hvað er rétt að gera í stöðunni, maður bara vonar að þeir sem vilja frið leiði ákvarðanatöku í þessu en ekki þeir sem græða á stríði.

Mofi, 11.9.2007 kl. 13:50

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og einum?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Vangaveltur um hitt og þetta

Höfundur

Daði Einarsson
Daði Einarsson

Áhugamaður um stefnumótun, sérstaklega í heilbrigðismálum og í því er varðar siðferði í opinberri stjórnsýslu. Ennfremur með mikinn áhuga á gæludýrum og allt sem þau varðar, og rek ásamt tveimur öðrum óháð gæludýraspjall.

Netfang: dadi.einarsson@gmail.com

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband