Að fylgja ofsatrúarmönnum

Merkilegt með ofsatrúarlið í öllum trúarbrögðum hve hörundsárir þeir eru og hve margir fylgja þeim að málum. Þessi kona hefur að öllum líkindum látið glepjast af boðskap ofsatrúarmanna í Svíþjóð eða annarsstaðar og hefur það ýtt undir reiði hennar. Hún hefur þess vegna látið verða af því að hóta listamanninum.

Að vísu eru ekki bara ofsatrúarmenn svona háheilagir að þeir tali fyrir sinn Guð sem þeir væru í beinlínusambandi við hann. Nú hefur biskupinn yfir Íslandi (þ.e. Þjóðkirkjunnar) móðgast mjög mikið vegna auglýsingar Símanns. Gott mál að trú hefur ekki meiri tök en svo á íslensku þjóðinni að menn í mesta lagi hneykslast á auglýsingunni en gera ekkert meira. Að vísu veit maður aldrei með það ofsatrúarfólk sem er á Íslandi, hvað það gerir. En ég efast þó að þeir myndu láta reiðina ná stjórn á sér í þeim skilningi að þeir myndu gera eitthvað sambærilegt. Það kvartar í mesta lagi á bloggsíðum eða í fjölmiðlum. Kristnir menn í ýmsum öðrum löndum eru síst skárri en ofsatrúar múslímar.


mbl.is Sænskum listamanni hótað lífláti vegna Múhameðsmynda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Mofi

Heldurðu að það hafi einhver áhrif að Kóraninn skipar fólki að bregðast svona við?

Mofi, 5.9.2007 kl. 15:42

2 Smámynd: halkatla

það gæti líka skipt máli að kristnu fólki er bannað að svara fyrir sig... því öfgakenndara sem það er í trúnni því minni líkur á að það svari fyrir sig með ofbeldi eða hótunum.

halkatla, 5.9.2007 kl. 16:09

3 Smámynd: Daði Einarsson

Merkilegt með þetta komment frá Önnu Karen ef maður ber það saman við söguna. Kirkjan, sérstaklega sú kaþólska, má kalla jafnvel öfgafulla bókstafstrú (sérstaklega í fortíðinni) ber ábyrgð á dauða og þjáningum hundruða milljóna í gegnum söguna. Krossferðirnar og rannsóknarrétturinn eru góð dæmi en nútímadæmi er t.d. andstaða við notkun smokka. Hvað ætli margir hefðu ekki smitast af HIV (og síðar dáið af AIDS) ef þeir hefðu ekki fylgt boðskap kaþólsku kirkjunnar? Svo má auðvitað ekki gleyma Bush og félögum sem telja sig a.m.k. mjög trúaða. Síðan eru ýmsir glæpir sem kristnir öfgatrúarmenn hafa framið og þ.á.m. hryðjuverk.

Mitt persónulega mat er aftur á móti að forystumenn svokallaðra öfgatrúarhópa séu fyrst og fremst að nota trú sem skjól fyrir að ná völdum og auði með góðu eða illu. Það eru þessi tegund af einstaklingum sem ég er að vísa til. Þeir hafa hag að því að æsa fólk upp yfir einhverju eins smálegu og einni skopmynd, og þar með misnota trú fólks. Trú er í eðli sínu góð en oft grafa trúarbrögð undan góðri trú einstaklinga. Hér fer forysta kaþólsku kirkjunnar á heimsvísu á undan með slæmu fordæmi.

Mofi, ég er sammála varðandi að texti viðkomandi trúartexta skiptir miklu en það er líka túlkunin á þeim texta. Túlkun kirkjunnar sérstaklega kaþólsku hefur mikil áhrif á hvort fólk sem tilheyrir kaþólskunni hallast meira að umburðarlyndi eða þröngsýni.  

Daði Einarsson, 5.9.2007 kl. 16:57

4 Smámynd: Mofi

Er virkilega hægt að kalla Kaþólsku kirkjuna bókstafstrúar þegar hún breytir sjálfum boðorðunum tíu?  Þér gæti þótt þessi bloggfærlsa fróðleg: http://jonhjorleifur.blog.is/blog/jonhjorleifur/entry/296370/

Hve margir hefðu lifað og aldrei fengið HIV ef þeir hefðu fylgt reglum Biblíunnar?  Biblían bannar ekki smokka heldur er það Kaþólska kirkjan og hún grípur það úr lausu lofti, vill líklegast að kaþólikkar fjölgi sér sem mest.

Trú er ekki í eðli sínu góð, það fer allt eftir trúnni sjálfri. Það eru til menn sem trúa því að eiga samræði við hreinarmeyjar lækni þá af HIV, gott dæmi um hræðilega trú.  Þín skrif hérna eru knúin af þinni trú en þínir fordómar gagnvart kristinni trú er eitthvað sem vonandi er hægt að lækna með fræðslu á hvað Biblían sjálf hefur að segja. Varðandi forystumenn sem nota trú sem skjól þá varaði Jesú við þeim og kallaði þá úlfa í sauðagæru sem stjórnast af græðgi.

Mofi, 6.9.2007 kl. 10:00

5 Smámynd: Daði Einarsson

Ég held að við séum nokkuð sammála. Ég er ekki að gagnrýna trú heldur trúarbrögð og ofsatrú innan þeirra sem er ekki það sama og bókstafstrú. Það er eitt þegar einstaklingar sem eru kannski það sem mætti kalla ofsafengna bókstafstrú gera eitthvað glæpsamlegt - eins og kannski þessi kona - en allt annað og mun alvarlegra þegar stofnun eins og kirkjan eða klerkastjórnir ákveða í gegnum öfgafulla trú á eigin túlkun að fremja alvarlega glæpi.

Sem kristinn (ekki mjög trúaður) maður þá veit ég vel að ef menn fylgdu a.m.k. meginboðskap sem í Biblíunni er að finna þá værum við ekki með mörg af þessum vandamálum sem fylgja trúarbrögðum. Ég hef ekki fordóma gagnvart kristinni trú en hef aftur á móti ekki mjög jákvætt álit á trúarbrögðum og þá sérstaklega kaþólsku kirkjunni. Takk fyrir ábendinguna á blogg Jóns Hjörleifs, mjög áhugavert.

Að mínu mati er trú (trú á æðra vald eða tilveru) af hinu góða enda er kjarninn a.m.k. í flestum trúarbrögðum að almennt vera góðir borgarar og koma fram við aðra eins og maður vill að aðrir komi fram við mann.

Daði Einarsson, 6.9.2007 kl. 12:56

6 Smámynd: Mofi

Já Daði, held að við séum bara nokkuð sammála.

Mofi, 6.9.2007 kl. 13:15

7 Smámynd: Halla Rut

Ég er sammála því sem hann Mofi er að segja í grunninn.  Ef kristnir ofsatrúar menn mundu fara virkilega eftir því sem biblían segir þá væri þetta ekki vandamál. Þessir menn/konur mundu þá sitja í einum klæðum í litlu herbergi því þeir mundi gefa allt frá sem sem þeir ættu eins fyrir og mundu eyða mestum hluta af lífi sínu í að aðstoða þá er verr hafa það án þess að koma með dóma. Það ekki einmitt það sem kristni boðar. En er það þannig sem t.d. páfinn í Róm hagar lífi sínu? Páfinn situr ásamt kollegum sínum innan um gull og gersemar og hendir dómum og lífs leiðbeiningum út til fólksins. Leiðbeiningum sem að mörgu leiti gerir lífið erfiðara fyrir fólkið og heldur þeim í fátækt.   

Það er nefnilega ekki beint trúin sem er slæm heldur valdið sem fáir menn taka sér í nafni trúar.

Halla Rut , 6.9.2007 kl. 19:07

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og þremur?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Vangaveltur um hitt og þetta

Höfundur

Daði Einarsson
Daði Einarsson

Áhugamaður um stefnumótun, sérstaklega í heilbrigðismálum og í því er varðar siðferði í opinberri stjórnsýslu. Ennfremur með mikinn áhuga á gæludýrum og allt sem þau varðar, og rek ásamt tveimur öðrum óháð gæludýraspjall.

Netfang: dadi.einarsson@gmail.com

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband