5.9.2007 | 09:16
Hvað annað ætti hann að segja?
Bush verður auðvitað að hamra á því að ríkisstjórn Íraks og stjórnkerfið almennt sé starfhæft. Að viðurkenna að það sé meira að en ákveðin afmörkuð vandamál væri að viðurkenna að stefna hans í Írak hafi gjörsamlega beðið ósigur. Ég efast ekkert sérstaklega um að þing Íraks getur samþykkt lög og að ríkisstjórnin sé að því leyti starfhæf, en aðalatriðið sem flestir benda á er að ríkisstjórnin hefur ekki stjórn á landinu og er ekki með getu til að tryggja öryggi borgarana. Að geta samþykkt lög er eitt en það er lítils virði ef ekki er geta til að hrinda þeim í framkvæmd. Þar með er stjórnin ennþá, eftir því sem ég fæ best séð, ennþá of veik til geta talist starfhæft yfirvald í landinu. En auðvitað væri annað en núverandi staða óraunhæfar væntingar þegar land er hertekið og öllu kerfinu er hent - sérstaklega í öryggismálum - þá tekur meira en nokkur ár að byggja upp nógu öfluga stjórn til að hafa stjórn á landinu.
Bush staðhæfir að Íraksstjórn sé starfhæf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Vangaveltur um hitt og þetta
Af mbl.is
Bloggvinir
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Magnússon
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Baldur Kristjánsson
- Bara Steini
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Dögg Pálsdóttir
- Einar Sveinbjörnsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðjón R. Friðjónsson
- Gestur Guðjónsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- gudni.is
- halkatla
- Halla Rut
- Hlekkur
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreiðar Eiríksson
- Ívar Pálsson
- Jens Guð
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Jón Þór Ólafsson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Maria Elvira Méndez Pinedo
- Mofi
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Orðið á götunni
- Pétur Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
- Sigurður Viktor Úlfarsson
- Sóley Tómasdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Arnarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- TómasHa
- Viðar Eggertsson
- Þarfagreinir
- Þorkell Sigurjónsson
Tenglar
Hin bloggin mín
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 867
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning