Af hverju var þeim hleypt inn?

Íslensk stundvísi alveg frábær og kemur ekki á óvar. En af hverju var þeim sem komu seint hleypt inn? Á tónleikum sinfóníunnar þá ef maður kemur of seint þá þarf maður að bíða þangað til fyrsta hluta af tónlistinni sé lokið. Á tónleikum sem þessum væri það eina vitið og kannski myndi það kenna fólki að mæta á réttum tíma - eða er það kannski til of mikils ætlast?
mbl.is Óstundvísir Íslendingar spilltu tónleikum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hr. Örlygur

Það að hleypa fólki inn í hollum á milli atriða er ekki vitlaust hugmynd.

Lögð var áhersla á að engin truflun yrði á aðalatriði kvöldsins; Norah Jones. Það gekk eftir, fólk var stundvíst gat notið stórkostlegra tónleika án truflunar.

Upphitunaratriði á tónleikum fá hins vegar oft ekki þá athygli (og mætingu) sem þau eiga skilið. Það er gömul saga. M. Ward hefur oftar en ekki leikið fyrir hálf tómu húsi á tónleikaferð Norah Jones um heiminn. En fjölmargir (þó ekki allir) sáu frábæra, en stutta, upphituanr-tónleika hans á sunnudaginn.

Norah Jones kom óvænt fram með M. Ward í nokkrum lögum - sem hefur eflaust kætt þá sem mættir voru til að sjá hann (eða koma sér fyrir í tíma). Góður bónus.

Dagskrá tónleikana var auglýst eftirfarandi:
19:00 húsið opnar
20:00 M. Ward á svið (upphitun)
Norah Jones á svið eftir M. Ward

Hr. Örlygur, 5.9.2007 kl. 10:34

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fimm og sjö?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Vangaveltur um hitt og þetta

Höfundur

Daði Einarsson
Daði Einarsson

Áhugamaður um stefnumótun, sérstaklega í heilbrigðismálum og í því er varðar siðferði í opinberri stjórnsýslu. Ennfremur með mikinn áhuga á gæludýrum og allt sem þau varðar, og rek ásamt tveimur öðrum óháð gæludýraspjall.

Netfang: dadi.einarsson@gmail.com

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband