Alltaf gaman að mótmæla en...

... voðalega æsa menn sig yfir litlu. Það birtist skopmynd af spámanninum í blaði í fjarlægu landi og strax telja stjórnvöld í Íran og Pakistan að þau hafi rétt á að kalla á sendimenn viðkomandi lands til að mótmæla því sem dagblað í landinu birti. Greinilega hafa litla þekkingu á hvað það þýðir að hafa frjálsa fjölmiðla, enda eru þessi og mörg önnur lönd múslima ekki mikið fyrir frelsi. En kannski er aðalatriðið fyrir þessi stjórnvöld að gera eitthvað til að draga athygli landsmanna frá eigin verkum. Alltaf gott þegar þú kúgar borgarana að benda þeim á eitthvað sem þeir eiga að vera reiður út í sem kemur eða gerist utan landsteinana.

En að þessum mótmælum í Svíþjóð - þ.e. þeim sem standa til - í dag þá hef ég aldrei almennilega skilið þessa viðkvæmni í ákveðnum hópum múslima að verða svona móðgaðir af því að einhver teiknaði og birti skopmynd af spámanninum. Hvað er svona merkilegt við það? Leiðinlegt líka að heyra að forystumenn samtaka sænskra múslima hafi þurft að hafa mikið fyrir því að róa sína stuðningsmenn. Gátu þeir ekki bara gefið þeim eitthvað róandi. LoL

Hvenær var það síðast sem einhverjir kristnir fóru síðast í mótmælaaðgerðir vegna birtingu af skopmynd af Jesú? Eða er kannski málið að sem betur fer hafa leiðtogar kristinna manna áttað sig á því að það stoðar ekkert að æsa sig yfir skopmyndum og það ýtir frekar undir andúð gagnvart viðkomandi trú?

Hér er svo myndin sem er teiknuð af Lars Vilks - sænskum listamanni:

Sænsk skopmynd af Múhammeð spámannai

Vonandi verður enginn fúll út í þessa myndbirtingu


mbl.is Múslímar mótmæla í Svíþjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Njörður Lárusson

Er Lars Viks listamaður ?  Hann hefur þá verið mjög drukkinn þegar hann teiknaði þetta fáránlega krass.  Og til hvers ?  Þetta er ekki einu sinni fyndið.    Þessi Lars er fífl, og ritstjórar, sem geta ekki sýnt múslimum þá tillitssemi, að láta vera að birta myndir af spámanninum, eru einfaldlega þröngsýnir og heimskir.

Njörður Lárusson, 1.9.2007 kl. 15:12

2 Smámynd: Daði Einarsson

Hvað sem okkur kann að finnast um myndina eða að hún var birt þá er það ekki neitt sem skiptir máli. Aðalmálið er að þegar við hættum að birta efni af ótta við að einhver myndi móðgast þá er farið að vega að rótum tjáningarfrelsisins. Sú árátta að afsaka alltaf hegðun ákveðinna hópa er vandamálið t.d. í þessu máli hafa sænsk yfirvöld í yfirlýsingu harmað birtinguna. Til hvers að afsaka það sem er eðlilegt í frjálsum lýðræðisríkjum? Við eigum ekki að afsaka. Við eigum að muna að tjáningarfrelsið er rétturinn að segja það sem þér finnst þó svo að það gæti móðgað eða komið sér illa fyrir einhvern. Auðvitað með þeim takmörkunum sem lög setja. Að afsaka fyrir það sem er fullkomlega löglegt og ekkert siðfræðilega mælir gegn er heimska.

Daði Einarsson, 3.9.2007 kl. 07:36

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sex og einum?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Vangaveltur um hitt og þetta

Höfundur

Daði Einarsson
Daði Einarsson

Áhugamaður um stefnumótun, sérstaklega í heilbrigðismálum og í því er varðar siðferði í opinberri stjórnsýslu. Ennfremur með mikinn áhuga á gæludýrum og allt sem þau varðar, og rek ásamt tveimur öðrum óháð gæludýraspjall.

Netfang: dadi.einarsson@gmail.com

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Af mbl.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband