31.8.2007 | 13:59
Alltaf gaman að mótmæla en...
... voðalega æsa menn sig yfir litlu. Það birtist skopmynd af spámanninum í blaði í fjarlægu landi og strax telja stjórnvöld í Íran og Pakistan að þau hafi rétt á að kalla á sendimenn viðkomandi lands til að mótmæla því sem dagblað í landinu birti. Greinilega hafa litla þekkingu á hvað það þýðir að hafa frjálsa fjölmiðla, enda eru þessi og mörg önnur lönd múslima ekki mikið fyrir frelsi. En kannski er aðalatriðið fyrir þessi stjórnvöld að gera eitthvað til að draga athygli landsmanna frá eigin verkum. Alltaf gott þegar þú kúgar borgarana að benda þeim á eitthvað sem þeir eiga að vera reiður út í sem kemur eða gerist utan landsteinana.
En að þessum mótmælum í Svíþjóð - þ.e. þeim sem standa til - í dag þá hef ég aldrei almennilega skilið þessa viðkvæmni í ákveðnum hópum múslima að verða svona móðgaðir af því að einhver teiknaði og birti skopmynd af spámanninum. Hvað er svona merkilegt við það? Leiðinlegt líka að heyra að forystumenn samtaka sænskra múslima hafi þurft að hafa mikið fyrir því að róa sína stuðningsmenn. Gátu þeir ekki bara gefið þeim eitthvað róandi.
Hvenær var það síðast sem einhverjir kristnir fóru síðast í mótmælaaðgerðir vegna birtingu af skopmynd af Jesú? Eða er kannski málið að sem betur fer hafa leiðtogar kristinna manna áttað sig á því að það stoðar ekkert að æsa sig yfir skopmyndum og það ýtir frekar undir andúð gagnvart viðkomandi trú?
Hér er svo myndin sem er teiknuð af Lars Vilks - sænskum listamanni:
Vonandi verður enginn fúll út í þessa myndbirtingu
Múslímar mótmæla í Svíþjóð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Vangaveltur um hitt og þetta
Af mbl.is
Innlent
- Lyftari yfir fót og rjúfa þurfti hurð
- Er kynjastríð í uppsiglingu?
- Dæmdur fyrir kynferðislegt nudd á stjúpdóttur
- Viðræður í Karphúsinu ganga misvel
- Sjálfstæðisflokkurinn á einhvern hátt stjórnlaus
- Áttu að rannsaka akademíuna en gerðu það aldrei
- Kona myrt á 10 mínútna fresti
- Fatlaður drengur fær ekki þjónustu í verkfalli
Fólk
- Sjónvarpsverðlaun afhent í fyrsta sinn
- Herra Hnetusmjör fagnar átta árum edrú
- Katrín prinsessa laumaðist á fund í Windsor-kastala
- Endurgerði þekkt kvikmyndaveggspjald buxnalaus
- Liam Payne borinn til grafar
- Elton John mætti allnokkrum kílóum léttari
- Fyrrverandi Playboy-kanína fær ekki aðgang að stefnumótaforriti
- Jarðarför Liams Payne í dag
- Vaknar grátandi af söknuði um miðjar nætur
- Náði botninum við dánarbeð ömmu sinnar
Viðskipti
- Dr. Bjarni Pálsson til Vinds og jarðvarma
- Icelandair færir eldsneytið til Vitol
- Arkitektar ósáttir við orðalag forstjóra FSRE
- Ný ríkisstjórn þurfi að hafa hraðar hendur
- Indó lækkar vexti
- Hlutverk Kviku að sýna frumkvæði á bankamarkaði
- Þjóðverjar taka við rekstri Fríhafnarinnar
- Trump lyftir Bitcoin-verði í hæstu hæðir
- Ekki svigrúm til frekari launahækkana
- Sækja fjármagn og skala upp
Bloggvinir
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Magnússon
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Baldur Kristjánsson
- Bara Steini
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Dögg Pálsdóttir
- Einar Sveinbjörnsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðjón R. Friðjónsson
- Gestur Guðjónsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- gudni.is
- halkatla
- Halla Rut
- Hlekkur
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreiðar Eiríksson
- Ívar Pálsson
- Jens Guð
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Jón Þór Ólafsson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Maria Elvira Méndez Pinedo
- Mofi
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Orðið á götunni
- Pétur Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
- Sigurður Viktor Úlfarsson
- Sóley Tómasdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Arnarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- TómasHa
- Viðar Eggertsson
- Þarfagreinir
- Þorkell Sigurjónsson
Tenglar
Hin bloggin mín
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er Lars Viks listamaður ? Hann hefur þá verið mjög drukkinn þegar hann teiknaði þetta fáránlega krass. Og til hvers ? Þetta er ekki einu sinni fyndið. Þessi Lars er fífl, og ritstjórar, sem geta ekki sýnt múslimum þá tillitssemi, að láta vera að birta myndir af spámanninum, eru einfaldlega þröngsýnir og heimskir.
Njörður Lárusson, 1.9.2007 kl. 15:12
Hvað sem okkur kann að finnast um myndina eða að hún var birt þá er það ekki neitt sem skiptir máli. Aðalmálið er að þegar við hættum að birta efni af ótta við að einhver myndi móðgast þá er farið að vega að rótum tjáningarfrelsisins. Sú árátta að afsaka alltaf hegðun ákveðinna hópa er vandamálið t.d. í þessu máli hafa sænsk yfirvöld í yfirlýsingu harmað birtinguna. Til hvers að afsaka það sem er eðlilegt í frjálsum lýðræðisríkjum? Við eigum ekki að afsaka. Við eigum að muna að tjáningarfrelsið er rétturinn að segja það sem þér finnst þó svo að það gæti móðgað eða komið sér illa fyrir einhvern. Auðvitað með þeim takmörkunum sem lög setja. Að afsaka fyrir það sem er fullkomlega löglegt og ekkert siðfræðilega mælir gegn er heimska.
Daði Einarsson, 3.9.2007 kl. 07:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning