Kemur ekki á óvart

Angela Merkel hafur síðan hún varð Kanslari Þýskalands látið mikið að sér kveða, sérstaklega í evrópu- og alþjóðamálum. Hún hefur leitt ESB á fyrri helmingi þessa árs og náð miklum árangri. Hún hefur leitt til lykta a.m.k. um sinn málefni nýs sáttmála fyrir ESB, hún hefur með formennsku í G8 náð Bush til að viðurkenna að eitthvað þurfi að gera í umhverfismálum og margt fleira stendur eftir. Hún er áhrifamikill leiðtogi sem hefur haft mikil áhrif á innan við þeim tveimur árum sem eru liðin síðan hún tók við embætti. Þegar Þýskaland fór fyrir Ráðherraráði ESB kom nálgun Merkel vel í ljós, en hún lagði áherslu á fá mál en gerði mikið til að ná þeim fram.

Í heilbrigðismálum var aðalmál Þýskalands í forystu fyrir ESB að ýta enn frekar undir starf að HIV/AIDS málum og vekja aukna athygli á að HIV/AIDS er ekki vandamál þróunarlanda, heldur er jafnframt mikið vandamál fyrir Evrópu. Með ráðstefnu í Bremen í mars, ályktun heilbrigðisráðherraráðsins og ályktun Ráðherraráðs leiðtoga ESB (European council) þá hefur henni tekist ætlunarverk sitt í heilbrigðismálum. Auk þess ýti Þýskaland af stað átaki til að aðstoða fátækari ríki ESB og nágrennis við að ná fram lækkun á verði lyfja gegn HIV. Þessu átaki hefur Þýskaland ákveðið að halda áfram um komandi framtíð. Þetta er mjög þarft framtak enda gott að þrýsta vel á lyfjafyrirtækin. Auðvitað var meira gert í heilbrigðismálum undir forsæti Þýskalands í Ráðherraráði ESB en þetta var þeirra meginmál. Áherslan var ekki bara á að tala um hve mikið vandamál væri heldur að benda á hvað virkar og mikilvægi þess að allt samfélagið vinni saman að takmarka eins og kostur er aukningu í tíðni smits á HIV.


mbl.is Angela Merkel áhrifamesta konan um þessar mundir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og átján?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Vangaveltur um hitt og þetta

Höfundur

Daði Einarsson
Daði Einarsson

Áhugamaður um stefnumótun, sérstaklega í heilbrigðismálum og í því er varðar siðferði í opinberri stjórnsýslu. Ennfremur með mikinn áhuga á gæludýrum og allt sem þau varðar, og rek ásamt tveimur öðrum óháð gæludýraspjall.

Netfang: dadi.einarsson@gmail.com

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband