Að loka fljótt fyrir umræðu

Þó að nú sé föstudagur og maður ætti að vera happy að helgin sé framundan, þá ætla ég að fá að pirrast aðeins. Einstaka bloggarar fara einstaklega mikið í taugarnar á mér. Nei það er ekki vegna skoðana þeirra eða hvernig þeir skrifa. Það sem fer í taugarnar á mér þegar viðkomandi lokar fljótt á umræðu, mætti halda að þeir séu hræddir við umræður. Í gær skrifaði Jón Valur Jensson færslu vitnandi í Gabriel Stein, aðalhagfræðing Lombard Street-rannsóknarsetursins um hvað við Íslendingar mættum eiga von á ef við gengjum inn í ESB. Að mínu mati byggðu ummæli Stein og grein Jóns Vals og fleiri ESB andstæðinga á nokkrum misskilningi. Ég kommentaði því þar en hafði ekki tíma til að koma inn fyrr en nú í morgun og þá hefur Jón Valur þegar lokað á umræðuna. Ég skil að menn vilji ekki fá komment inn endalaust við gamlar greinar, en að leyfa ekki komment í svo mikið sem a.m.k. í meira en 1 dag er skrítið. Mætti halda að honum sé illa við umræður um pistla sína.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og sex?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Vangaveltur um hitt og þetta

Höfundur

Daði Einarsson
Daði Einarsson

Áhugamaður um stefnumótun, sérstaklega í heilbrigðismálum og í því er varðar siðferði í opinberri stjórnsýslu. Ennfremur með mikinn áhuga á gæludýrum og allt sem þau varðar, og rek ásamt tveimur öðrum óháð gæludýraspjall.

Netfang: dadi.einarsson@gmail.com

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband