Klúður eða samsæri?

Því sem maður heyrir meira um þetta mál þá kemur upp spurningin hvort að lögregluyfirvöld í Rússlandi hafa klúðrað rannsókninni eða hvort að um samsæri sé að ræða.

Ef það er samsæri þá spurningin hver stendur á bakvið það. Er þetta samsæri sem á ættir sínar að rekja til stjórnvalda? Eða er það samsæri skipulagðra glæpasamtaka? Eða er kannski um eitthvað allt annað að ræða? Það að setja þetta fram sem samsæri yfirvalda gæti verið of auðvelt enda auðvelt fyrir okkur á Vesturlöndum að trúa mörgu upp á rússnesk yfirvöld og þá sérstaklega leyniþjónustur og þá sem eiga bakgrunn í þeim s.s. Pútín. En gæti það ekki alveg eins verið að Anna Politkovskaja hafi verið talin ógn af skipulögðum glæpasamtökum eins og hún gæti hafa verið fyrir yfirvöld í Rússlandi?

Ef um klúður er að ræða þá var tilkynning saksóknara á dögunum tilraun til að ljúka málinu, þ.e. nefna einstaklinga sem ekki er hægt að ná til. Erfitt getur verið í glæpamálum sem eru eins mikið í fjölmiðlum og þetta morðmál hefur verið, að finna leið til að ljúka þeim. Hvað segir það um vinnubrögð lögreglunnar ef ekki er hægt að ná morðingja Önnu Politkovskaja vegna mistaka við rannsókn málsins? Yrði það ekki líka bara litið á sem hluta af samsæri ef tilkynnt væri að ekki væri mögulegt að finna morðingja hennar og að ekki verði um frekari rannsókn á málinu að ræða nema nýjar vísbendingar koma fram? Hvernig myndi það líta út fyrir yfirvöld?

Hvað sem er rétt í þessu máli þá er nokkuð ljóst að það er ekki auðvelt fyrir stjórnvöld í Rússlandi.


mbl.is Leitin að morðingjum Önnu Politkovskaju heldur áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og sjö?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Vangaveltur um hitt og þetta

Höfundur

Daði Einarsson
Daði Einarsson

Áhugamaður um stefnumótun, sérstaklega í heilbrigðismálum og í því er varðar siðferði í opinberri stjórnsýslu. Ennfremur með mikinn áhuga á gæludýrum og allt sem þau varðar, og rek ásamt tveimur öðrum óháð gæludýraspjall.

Netfang: dadi.einarsson@gmail.com

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Af mbl.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 867

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband