Gæti hún sloppið?

Allt þetta mál vekur upp miklar spurningar varðandi starfsaðferðir Lögreglu í málum er varða grun um ölvunarakstur. Að um þvingum sem um ræðir í þessu máli sé framkvæmd án dómsúrskurðar er fyrir neðan allar hellur og þar skiptir engu máli hvaða afbrot konan var grunuð um. Lögreglan vinnur almennt gott starf en öllum getur orðið á og jafnvel illilega á í sínu starfi. 

Björg Thorarensen prófessor við lagadeild HÍ bendir á mjög mikilvægt atriði í málinu og það er að konan getur með tvennum hætti leitað réttar síns í þessu máli fyrir dómstólum. Önnur leiðin er að höfða skaðabótamál. En hin leiðin er að fara fram á að sönnunargögn málsins sem aflað var með að neyða fram þvagsýni með þvaglegg verði ekki tekin gild fyrir rétti þar sem þeim hafi verið aflað með ólöglegum hætti. Hver er þá árangur af starfi Lögreglu í þessu máli ef það yrði niðurstaða dómstóla? Konan mun jafnframt geta farið með málið til Mannréttindadómstól Evrópu og ég reikna með að niðurstaðan þar yrði ekki jákvæð fyrir vinnubrögð Lögreglu.

Ég hef bent á hér á blogginu að stjórnvöldum sé ætlað að beita vægasta úrræði til að ná markmiði með aðgerðum sínum hvort sem er gegn einstaklingum eða lögaðilum. Mannréttindadómstóll Evrópu hefur úrskurðað í Þýsku máli þar sem meginatriði málsins var einmitt að ekki sé réttlætanlegt að beita harðari úrræðum en duga til að ná markmiðum rannsóknarinnar. Í umferðarlögum er gert ráð fyrir þeim möguleika að fólk neiti að veita lífssýni við rannsókn gruns um ölvunarakstur og að þeim sé refsað fyrir það. Löggjafinn hefur þar með gefið skýr skilaboð um að ekki sé þörf á þeim aðgerðum sem Lögreglan á Selfossi viðhafði í þessu máli.

Slæmt yrði ef að hvernig sönnunargagna var aflað leiði til þess að konan komist upp með brot sitt eða hvað? Kannski ekki það líklegt þar sem ég geri ráð fyrir að þá sé hægt að kæra hana á grundvelli 102. greinar umferðarlaga. Að vísu veit ég ekki, enda ekki lögfræðimenntaður, hvort að hægt sé að kæra hana fyrir sama brot tvisvar.


mbl.is Mögulegt að endurskoða þvagleggsmálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórbergur Torfason

Daði, ef ég geri sjálfan mig tortryggilegan í augum lögreglu við skyldustörf, mönnum sem hafa áralanga, jafnvel áratuga langa reynslu af hliðstæðum uppákomum og hugsanlega þekkja mig. Hvað á ég að geta gengið langt í ósvífni, dónaskap og hótunum áður en ég er hreinlega tekinn úr umferð? Við megum ekki gleyma því að þarna eru á ferð menn sem eru aðsinna skyldustörfum og ein af þeirra skyldum er að gæta öryggis borgaranna. Segjum að ég sé svo klikkaður að eftir að hafa ekið útaf undir "áhrifum" finnist mér ég fullkomlega fær um að setjast upp í næsta bíl sem ég kem í gang og halda áfram ferð.

Mér finnst þessi umræða og úlfshamurinn sem reynt er að hengja á sýslumanninn alveg með ólíkindum. Sú aðferð sem beitt var til að fá niðurstöðu í þessu máli er algerlega í samræm við það tilefni sem konan gaf með framkomu sinni.

Gaman hefði verið að sjá viðbrögð almennings ef hún hefði verið aðstoðuð við að koma bílnum upp á veginn og ekið áfram athugasemdalaust. Mergurin málsins er sá að hún bar því við að góðgjarn vegfarandi hafi hellt uppá sig hressingu í formi áfengis eftir að hún ók í skurðinn. Skylda lögreglu er augljós, þ.e. sanna það að konan laug þessu og ók blindfull og ef til vill einnig undir áhrifum fíkniefna. Til þess að sanna það þurfti að taka þvagprufuna innan ákveðinna tímamarka og það hafa væntanlega starfsmenn heilbrigðisgeirans bent sýslumanninum á og hann því tekið þá ákvörðun að drífa sýnatökuna af í samráði við helbrigðisstarfsmenn. Þetta fólk á að sjálfsögði miklar þakkir skyldar fyrir vasklega framgöngu.

Þegar maður les sumt að því sem skrifað hefur verið um þetta leiðinda mál, finnst manni eins og viðkomandi hefði verið hjartanlega sama þótt jafnvel konan hefði bara hreinlega fengið lögreglubílinn lánaðan og ekið áfram eins og ekkert hefði í skorist. Nei aðalatriðið og mesta lukkan var auðvitað að konan keyrði sem betur fer út í skurð í þetta sin en ekki eitthvað annað með ófyrirséðum afleiðingum. Spyrjið bara Eyþór Arnalds hvaða tilfinning það sé að vakna á ljósastaurnum en ekki á einhverjum vegfaranda.

Þórbergur Torfason, 29.8.2007 kl. 09:46

2 Smámynd: Daði Einarsson

Sæll Þórbergur, lögreglu er ekki heimilt að gera hvað sem er og það er mergur málsins. Ef þú hótar lögreglu þá er það, eftir því sem ég best veit, lögbrot og hægt er að ákæra þig fyrir það. Ef lögreglan hefur rökstuddan grun um ölvunarakstur þá tekur hún viðkomandi höndum og gerir viðeigandi ráðstafandir til að ná þeim sönnunargögnum sem þeir þurfa á að halda. Það hefur enginn (a.m.k. ekki ég) véfengt að það sem að lögreglan gerði þangað til að ákveðið hafi verið að setja upp þvaglegginn með valdi var allt rétt og í samræmi við það sem þeir eiga að gera. En það að setja upp þvaglegg með valdi var að mínu mati bæði brot á rétti konunar og ónauðsynlegt. Í 102. grein umferðarlaga er gert ráð fyrir að grunaður einstaklingur neiti að gefa sýni og að hægt sé að kæra viðkomandi fyrir það sem varðar a.m.k. eins árs ökuréttindamissi. Markmið lögreglu hlýtur að hafa verið að konan myndi missa ökuréttindi og því hefði beiting 102. greinar umferðarlaga náð því markmiði. Lögreglu er uppálagt eins og öðrum stjórnvöldum að beita vægasta úrræði í sínum störfum til að ná þeim markmiðum sem viðkomandi aðgerð er ætlað að ná.

Að blanda inn í umræðuna hvort að mönnum sé sama um það tjón sem konan hefði getað valdið ef lögregla hefði ekki skorist í leikinn er fáránlegt. Ölvunarakstur er alltaf óafsakanlegur og eins og ég hef sagt þá er ekki verið að véfengja að lögreglan átti að handtaka hana og sjá til að viðkomandi lífssýni yrðu tekin. En uppsetning þvagleggsins var ekki réttlætanleg á nokkurn hátt.

Daði Einarsson, 29.8.2007 kl. 10:04

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og fimm?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Vangaveltur um hitt og þetta

Höfundur

Daði Einarsson
Daði Einarsson

Áhugamaður um stefnumótun, sérstaklega í heilbrigðismálum og í því er varðar siðferði í opinberri stjórnsýslu. Ennfremur með mikinn áhuga á gæludýrum og allt sem þau varðar, og rek ásamt tveimur öðrum óháð gæludýraspjall.

Netfang: dadi.einarsson@gmail.com

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband