Sama sagan enn á ný?

Hvað er þetta með Öfga múslima og húmor? Það má ekki svo mikið sem teikna mynd með smá húmor af spámanninum og það verður allt vitlaust. Mætti halda að þeir haldi að þeir ráði öllu í þessum heimi. Kannski að þeir geri það vegna gunguháttar vestrænna ráðamanna. Í fyrra sáum við það skýrt og greinilega þegar látið var undan í máli Jyllands-Posten. Þegar öfgamenn múslima ógna frelsi okkar þá á ekki undir nokkrum kringumstæðum að láta undan. Tjáningarfrelsið er lykillinn að lýðræði okkar og því ber að verja það öllum árásum og hætta afsöknurgleði vestrænna leiðtoga. Ég vil því fagna sérstaklega birtingu Nerikes Allehanda á umræddri mynd og leiðara um sjálfsritskoðun og trúfrelsi. Við eigum að nota nákvæmlega sömu viðmið vegna birtinga á skopmyndum af hvaða trúarleiðtoga hvort sem þeir heita Múhameð, Jesú eða hvað annað. Ekki er amast við skopmyndum af Jesú og því á ekki að amast við skopmyndum af Múhameð. En varla er við því að búast við að öfga bókstafstrúarmenn eins og þeir í Íran hafi húmor fyrir því.
mbl.is Íranar kalla sænskan sendimann á teppið vegna Múhameðsmyndar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það hefur líka verið mikil skopmyndamenning í miðausturlöndum í fjölda ára... Oft gert grín að kristnum mönnum, gyðingum, Bandaríkjamönnum, Evrópubúum, Ísraelsmönnum...

En enginn brjálast yfir því.

Geiri 27.8.2007 kl. 17:26

2 identicon

Heidradi Dadi!

Ég er lánsamur madur.Ég er utan allra trúarbragda.Vaeri ég hinnsvegar kristinn,thaetti mér midur ef gert vaeri grín af Jesus & í múslímskum dagblödum vaeri höfudid á honom sett á asnabúk sem vaeri ad hafa kynmök vid haenu!Thá myndu landsmenn thess lands eflaust bregdast ókvaeda vid & spyrdu hvern annann; Er ekki allt í lagi ad gera grín! Trúarbrögd fólks eru theim heilög(hvad annad?) og thad aetti hver thokkalega sidmenntadur madur ad sjá! Ef ad grín skuli hafa í forgang,er thá nokkud ad thví thótt í blödum birtist skrípómynd af konu ydar hafa mök vid son ydar???

Björn 27.8.2007 kl. 18:18

3 identicon

Heidradi Dadi!

Ég er lánsamur madur.Ég er utan allra trúarbragda.Vaeri ég hinnsvegar kristinn,thaetti mér midur ef gert vaeri grín af Jesus & í múslímskum dagblödum vaeri höfudid á honom sett á asnabúk sem vaeri ad hafa kynmök vid haenu!Thá myndu landsmenn thess lands eflaust bregdast ókvaeda vid & spyrdu hvern annann; Er ekki allt í lagi ad gera grín! Trúarbrögd fólks eru theim heilög(hvad annad?) og thad aetti hver thokkalega sidmenntadur madur ad sjá! Ef ad grín skuli hafa í forgang,er thá nokkud ad thví thótt í blödum birtist skrípómynd af konu ydar hafa mök vid son ydar???Kaeri Dadi,Hvar skulu mörkin vera á gríni okkar?

Björn 27.8.2007 kl. 18:22

4 Smámynd: Daði Einarsson

Björn þú gengur nú nokkuð langt og mest er ekki svaravert. Grín af táknmyndum trúar er í góðu lagi og hluti af tjáningarfrelsinu. Trúaðir eiga að bera virðingu fyrir þeim sem eru annarrar trúar/lífsskoðunar og ekki reyna að neyða upp á þá sína trú/lífsskoðun.

Daði Einarsson, 27.8.2007 kl. 20:21

5 identicon

Einmitt... þeir taka þessu svona illa vegna þess að það stendur í Kóraninum að það sé bannað að teikna mynd af Mohammed.

Hinsvegar eru teiknararnir ekki múslimar og ekki hægt að ætlast til þess að þeir fari eftir Kóraninum. 

Geiri 27.8.2007 kl. 22:23

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og fimmtán?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Vangaveltur um hitt og þetta

Höfundur

Daði Einarsson
Daði Einarsson

Áhugamaður um stefnumótun, sérstaklega í heilbrigðismálum og í því er varðar siðferði í opinberri stjórnsýslu. Ennfremur með mikinn áhuga á gæludýrum og allt sem þau varðar, og rek ásamt tveimur öðrum óháð gæludýraspjall.

Netfang: dadi.einarsson@gmail.com

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband