Er herinn að vara við valdaráni?

Tyrkneski herinn hefur löngum talið sig verndara veraldlega stjórnkerfis Tyrklands og nokkur valdarán hafa verið réttlætt með vísun til þessa hlutverk hersins. Á undanförnum árum hefur stjórn landsins verið í höndum stjórnmálamanna sem sækja stuðning sinn í íslömsk gildi. En þrátt fyrir það hafa þeir stjórnað mjög í anda borgaralegs stjórnarfyrirkomulags enn sem komið er. Í nýafstöðnum kosningum vann stjórnarflokkurinn frækinn kosningasigur og útlit er fyrir að frambjóðandi flokksins verði kjörinn Forseti Tyrklands á Tyrkneska þinginu á morgun. Þessi staða er erfið fyrir borgaraleg öfl í Tyrklandi og fyrir her landsins þar sem óttast er að með því að hafa líka Forsetaembættið muni stjórnkerfi Tyrklands verða mótað meira af íslömskum gildum heldur en veraldlegum.

Með yfirlýsingu æðsta yfirmanns Tyrkneska hersins um að ill öfl ógni núverandi veraldlegu stjórnkerfi hlýtur spurningin að vakna hvort að herinn sé í raun að vara við að hugsanlegt sé að herinn taki völd í landinu enn á ný.


mbl.is Tyrklandsher segir ill öfl reyna að grafa undan veraldlegu stjórnkerfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sex og sex?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Vangaveltur um hitt og þetta

Höfundur

Daði Einarsson
Daði Einarsson

Áhugamaður um stefnumótun, sérstaklega í heilbrigðismálum og í því er varðar siðferði í opinberri stjórnsýslu. Ennfremur með mikinn áhuga á gæludýrum og allt sem þau varðar, og rek ásamt tveimur öðrum óháð gæludýraspjall.

Netfang: dadi.einarsson@gmail.com

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband