Og sýndarmennskan heldur áfram

Merkilegt er að fylgjast með málum er varða hugsanlega aðild Tyrkja að ESB. Frakkar eru þeir einu sem á yfirborðinu eru á móti, en ætla ekki að setja sig upp á móti að farið sé í samningaviðræður við Tyrkja. Allir hinir leiðtogar aðildarríkjanna eru fylgjandi aðild. Auðvitað er allt þetta dæmigerð sýndarmennska. Allir leiðtogarnir vita að í alþjóðapólitík er gott að vera fylgjandi aðild Tyrklands - sýnir stuðning við ríki sem er ekki stjórnað sem um íslamskt ríki væri að ræða - en allir vita þeir líka að það að samþykkja aðild Tyrkja er pólitískt sjálfsmorð heima fyrir. Eitt sem má segja um Sarkozy er að hann segir hlutina eins og þeir eru. Það er í góðu lagi að tala við þá en full aðild kemur auðvitað ekki til greina. Það kæmi a.m.k. á óvart er t.d. Bretland, Kýpur, Grikkland, Pólland o.fl. myndu samþykkja samning um inngöngu Tyrklands í ESB.

Spurning hvort að ESB ætti ekki að fara að huga að öðrum samstarfskostum við þau ríki sem enn standa fyrir utan ESB, þar sem nú þegar er flókið að taka ákvarðanir með 27 aðildarríki. Kannski er svipað samstarf eins og EES það sem yrði besta fyrirkomulagið til lengri tíma litið.


mbl.is Frakkar munu ekki standa í veginum fyrir viðræðum Tyrkja og ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og tuttugu?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Vangaveltur um hitt og þetta

Höfundur

Daði Einarsson
Daði Einarsson

Áhugamaður um stefnumótun, sérstaklega í heilbrigðismálum og í því er varðar siðferði í opinberri stjórnsýslu. Ennfremur með mikinn áhuga á gæludýrum og allt sem þau varðar, og rek ásamt tveimur öðrum óháð gæludýraspjall.

Netfang: dadi.einarsson@gmail.com

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband