21.8.2007 | 14:04
Agaleysi?
Ég hef nú ekki lesið skýrslu Ríkisendurskoðunar en alltaf eru þessar ályktanir nokkuð skrítnar. Talað er alltaf eins og forstöðumenn stofnana fari illa með fé skattborgarana. Í lok ályktunarinnar er vísað til ákvæða í lögum er varða brot í starfi. Ekkert er fjallað í þessu um að yfirleitt eru það þingmenn og aðrir stjórnmálamenn sem eru að þrýsta á umræddar stofnanir og jafnvel fela þeim ný verkefni án þess að fjárheimildir fylgi. Auk þess geta forsendur fjárlaga oft breyst mjög mikið innan árs t.d. vegna gengissveifla á krónunni sem hefur sveiflast fram og aftur eða tilkoma nýrra kjarasamninga.
Ennfremur er vert að hafa í huga að oftast er niðurskurður sem stofnunum er gert að framkvæma ekki tilgreindur nægjanlega og virðist of oft vera bara x%. Það getur verið flókið mál að skera niður en kannski er eitt af því mikilvægasta að stjórnmálamenn hætti að skipta sér af rekstri einstakra stofnana. Grímseyjaferjumálið er gott dæmi um að stjórnmálamenn eiga að halda sig fjarri svo hægt sé að taka betri ákvarðanir. Það er líka gott að hafa í huga að á hendi ríkisins er talsverð þjónusta s.s. í heilbrigðis- og félagsgeiranum, þar sem erfitt getur verið að skipuleggja allt sem gerist innan eins árs. Auk þess geta fjármál einstakra lítilla stofnana komist í slæm mál vegna lítilla breytinga t.d. í starfsmannahaldi.
Vissulega er rétt að hægt er að taka mikið til í framkvæmd fjárlaga en yfirleitt eru málin ekki eins einföld og þau eru á yfirborðinu. Kannski er eins og áður segir mikilvægt að stjórnmálamenn hætti að geta ýtt inn sínum gæluverkefnum, en það gerist of oft í aðdraganda kosninga að allskonar gæluverkefni komast inn á fjárlög og yfirleitt með of litlum fjárheimildum.
SUS harmar agaleysi við framkvæmd fjárlaga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Vangaveltur um hitt og þetta
Af mbl.is
Viðskipti
- Dr. Bjarni Pálsson til Vinds og jarðvarma
- Icelandair færir eldsneytið til Vitol
- Arkitektar ósáttir við orðalag forstjóra FSRE
- Ný ríkisstjórn þurfi að hafa hraðar hendur
- Indó lækkar vexti
- Hlutverk Kviku að sýna frumkvæði á bankamarkaði
- Þjóðverjar taka við rekstri Fríhafnarinnar
- Trump lyftir Bitcoin-verði í hæstu hæðir
- Ekki svigrúm til frekari launahækkana
- Sækja fjármagn og skala upp
Bloggvinir
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Magnússon
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Baldur Kristjánsson
- Bara Steini
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Dögg Pálsdóttir
- Einar Sveinbjörnsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðjón R. Friðjónsson
- Gestur Guðjónsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- gudni.is
- halkatla
- Halla Rut
- Hlekkur
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreiðar Eiríksson
- Ívar Pálsson
- Jens Guð
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Jón Þór Ólafsson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Maria Elvira Méndez Pinedo
- Mofi
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Orðið á götunni
- Pétur Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
- Sigurður Viktor Úlfarsson
- Sóley Tómasdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Arnarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- TómasHa
- Viðar Eggertsson
- Þarfagreinir
- Þorkell Sigurjónsson
Tenglar
Hin bloggin mín
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning