Agaleysi?

Ég hef nú ekki lesið skýrslu Ríkisendurskoðunar en alltaf eru þessar ályktanir nokkuð skrítnar. Talað er alltaf eins og forstöðumenn stofnana fari illa með fé skattborgarana. Í lok ályktunarinnar er vísað til ákvæða í lögum er varða brot í starfi. Ekkert er fjallað í þessu um að yfirleitt eru það þingmenn og aðrir stjórnmálamenn sem eru að þrýsta á umræddar stofnanir og jafnvel fela þeim ný verkefni án þess að fjárheimildir fylgi. Auk þess geta forsendur fjárlaga oft breyst mjög mikið innan árs t.d. vegna gengissveifla á krónunni sem hefur sveiflast fram og aftur eða tilkoma nýrra kjarasamninga.

Ennfremur er vert að hafa í huga að oftast er niðurskurður sem stofnunum er gert að framkvæma ekki tilgreindur nægjanlega og virðist of oft vera bara x%. Það getur verið flókið mál að skera niður en kannski er eitt af því mikilvægasta að stjórnmálamenn hætti að skipta sér af rekstri einstakra stofnana. Grímseyjaferjumálið er gott dæmi um að stjórnmálamenn eiga að halda sig fjarri svo hægt sé að taka betri ákvarðanir. Það er líka gott að hafa í huga að á hendi ríkisins er talsverð þjónusta s.s. í heilbrigðis- og félagsgeiranum, þar sem erfitt getur verið að skipuleggja allt sem gerist innan eins árs. Auk þess geta fjármál einstakra lítilla stofnana komist í slæm mál vegna lítilla breytinga t.d. í starfsmannahaldi.

Vissulega er rétt að hægt er að taka mikið til í framkvæmd fjárlaga en yfirleitt eru málin ekki eins einföld og þau eru á yfirborðinu. Kannski er eins og áður segir mikilvægt að stjórnmálamenn hætti að geta ýtt inn sínum gæluverkefnum, en það gerist of oft í aðdraganda kosninga að allskonar gæluverkefni komast inn á fjárlög og yfirleitt með of litlum fjárheimildum.


mbl.is SUS harmar agaleysi við framkvæmd fjárlaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af átta og fjórtán?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Vangaveltur um hitt og þetta

Höfundur

Daði Einarsson
Daði Einarsson

Áhugamaður um stefnumótun, sérstaklega í heilbrigðismálum og í því er varðar siðferði í opinberri stjórnsýslu. Ennfremur með mikinn áhuga á gæludýrum og allt sem þau varðar, og rek ásamt tveimur öðrum óháð gæludýraspjall.

Netfang: dadi.einarsson@gmail.com

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband