Smá trúarbragðapæling

Miðað við það litla sem ég hef lesið og lesið um biblíuna - frekar lítið eða svotil ekki neitt þó kristinn sé - þá eru dregnar upp mjög mismunandi myndir af Guð. Svo virðist sem að gamla testamentið sé allt um hve reiður Guð sé út í mennina næstum eins og hann sé alltaf í slæmu skapi. Hann leggur plágur á fólk, drekkir fólki o.fl. í þeim dúr. Meginskilaboðin virðast því vera flott ef þú hagar þér vel en ef þú hagar þér illa mun Guð senda eitthvað mjög slæmt á þig. Nokkuð önnur mynd er dregin upp í nýja testamentinu en þar er áherslan mun meir á kærleik og að okkur gagnist vel að fara að boðorðunum og almennt vera gott fólk, en ekki er um að ræða að Guð verði reiður við okkur í jarðvistinni. Hann mun aftur á móti senda okkur til helvítis ef við höfum ekki hagað okkur nógu vel eða tekið hans boðskap. Í heild er þetta næstum eins og að Guð hafi verið í frekar vondu skapi en séð að sér og sent son sinn til að laga til ímynd sína og breyta áherslum.

Stundum er þó eins og margir kristnir tali í samræmi við nýja testamentið en hagi sér í samræmi við það gamla. Enda hafa menn drýgt mörg fólskuverk í nafni kristinnar trúar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ja þá hefur þú lesið lítið um biblíuna því að þó að í gamla testamentinu sé aðeins meira fjallað um hvað Guð er reiður út í mennina heldur en í því nýja, þá er þó nokkuð um kærleika og svoleiðis.

En plágurnar og það voru bara til að kenna mönnunum lexíu.

Atli 5.11.2007 kl. 01:59

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og einum?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Vangaveltur um hitt og þetta

Höfundur

Daði Einarsson
Daði Einarsson

Áhugamaður um stefnumótun, sérstaklega í heilbrigðismálum og í því er varðar siðferði í opinberri stjórnsýslu. Ennfremur með mikinn áhuga á gæludýrum og allt sem þau varðar, og rek ásamt tveimur öðrum óháð gæludýraspjall.

Netfang: dadi.einarsson@gmail.com

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband