17.8.2007 | 08:57
Merkilegt að sjá vanþakklætið
Í gær tilkynnti heilbrigðisráðherra að veitt yrði 150 milljónum króna í geðheilbrigðismál barna- og unglinga á næstu 18 mánuðum. Í stað þess að fagna þessum tíðindum voru fjölmargir sem fóru að segja þetta vera smámuni og mætti halda að sumir telji að betra hefði verið að sleppa þessu fyrst að ekki var veitt meira fé til málaflokksins. 150 milljónir eru ekki nein smá upphæð. Til samanburðar að þá er þessi upphæð um helmingur af því sem Lýðheilsustöð fær á hverju ári.
Gott er til þess að vita að yfirmenn á göngudeild BUGL láta það koma skýrt fram að haft var samráð við þau um tillögur ráðherra. En það eru eðlileg vinnubrögð og gott að það komi fram. Eitt þarf líka að hafa í huga við mál sem þessi og þegar kemur að fjármunum ríkisins er að oft getur tekið talsverðan tíma að nýta aukna fjármuni á hagkvæman hátt enda er líklega í þessu máli ekki aðalmálið að hafa meiri fjármuni ef ekki er til nóg af faglærðu fólki. Almennt séð er betra er að byggja upp aukningu á þessari mikilvægu þjónustu yfir lengri tíma svo hægt sé að standa sem best að málum til lengri tíma litið. Þessi aukning er því gott mál og vonandi að frekari uppbygging á geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn og unglinga haldi áfram eftir þessa 18 mánuði.
Komu að gerð úrbóta á göngudeild BUGL | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Vangaveltur um hitt og þetta
Af mbl.is
Bloggvinir
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Magnússon
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Baldur Kristjánsson
- Bara Steini
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Dögg Pálsdóttir
- Einar Sveinbjörnsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðjón R. Friðjónsson
- Gestur Guðjónsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- gudni.is
- halkatla
- Halla Rut
- Hlekkur
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreiðar Eiríksson
- Ívar Pálsson
- Jens Guð
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Jón Þór Ólafsson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Maria Elvira Méndez Pinedo
- Mofi
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Orðið á götunni
- Pétur Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
- Sigurður Viktor Úlfarsson
- Sóley Tómasdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Arnarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- TómasHa
- Viðar Eggertsson
- Þarfagreinir
- Þorkell Sigurjónsson
Tenglar
Hin bloggin mín
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Auðvitað er gott að fá þennan pening. Engin spurning þar og munar svo sannarlega um minna. En þú, eins og allir aðrir, vita að það er verið að nota peninga annars staðar sem betur rynnu á sama stað og þessar 150 millur. Hvað með Grímseyjarferjuna?
Jóna Á. Gísladóttir, 18.8.2007 kl. 13:37
Auðvitað er það staðreynd að illa er farið með fé víða og Gríseyjarferjan er gott dæmi. Ennfremur eru víða verkefni sem ég myndi telja að mættu missa sig í forgangröðun verkefna. Mestu skiptir í málefnum BUGL eins og annarrar heilbrigðis- og félagsþjónustu að þjónustustig haldist stöðugt fyrir þá einstaklinga sem á þjónustunni þurfa að halda. Oftast er því, að mínu mati, betra til lengri tíma litið að hafa hægfara en stöðuga uppbyggingu á þjónustu og að ekki þurfi að draga skyndilega úr þjónustu á einhverjum tímapunkti.
Daði Einarsson, 20.8.2007 kl. 07:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning