Hvað þetta er eitthvað dæmigert

Nú þegar Bandaríkjamenn eru að draga úr aðstoð við dreifingu á getnaðarvörnum sem var löngu vitað þá er ríkið ekki reiðubúið að taka við. Líklegast er að ástæðu þess sé að leita í viðhorfum Forseta Filippseyja sem skv. fréttinni er með sömu afstöðu og kaþólska kirkjan. Hún er því á móti getnaðarvörnum. Merkilegt hvernig þessir kirkjunnar menn (kaþólskir) og þeir sem þeim fylgja skortir alla tengingu við raunveruleikann. Málið er að gefa verður fólki möguleikann á að lifa eðlilegu lífi án þess að verði getnaður í hvert skipti. Hvaða skoðun sem menn kunna að hafa á getnaðarvörnum sem slíkum þá verða aðgerðir eða aðgerðaleysi stjórnvalda að miða við hvað virkar en ekki bara hvað þeir vilja að virki.

Ég get vel skilið lógík manna sem eru á móti því að komið sé í veg fyrir getnað. Ég er þeim algerlega ósammála en það er önnur umræða. Meginmálið er að skilja að mikilvægi notkunar á smokkum er ekki eingöngu að koma í veg fyrir getnað heldur að verjast mögulegri smitun af kynsjúkdómum. Í veröld þar sem HIV vandinn eykst sífellt og sérstaklega þar sem engin lækning er til þá getur það ekki talist réttlætanlegt að sjá ekki til að fólk hafi aðgang að úrræðum til að varna smiti á lífshættulegum sjúkdómum. Til að bæta gráu ofan á svart þá er í stórum hluta heimsins ekki um að ræða að HIV smitaðir einstaklingar hafi aðgang að meðferð og annarri þjónustu sem er þeim nauðsynleg til að geta lifað svotil eðlilegu lífi.

Mikilvægt er að þegar tekið er á smitsjúkdómum að við séum praktísk. Að leggja upp með stefnu sem byggir á að fólk stundi ekki kynlíf án þess að ætlun um getnað sé fyrir hendi er dæmd til að mistakast. Leið Bandaríkjamanna og kaþólsku kirkjunnar í þessum efnum er því leið sóunar á peningum og lífi fólks í stað þess að nýta þá fjármuni til að auðvelda fólki að vernda sig gagnvart mögulegu smiti. Í Evrópu höfum við sem betur fer að mestu leiti verið praktískari en þau svæði sem eru undir sterkari áhrifum kaþólsku kirkjunnar. Hluti af því er líka að stjórnvöld hafa oftast byggt aðgerðir sínar á því sem hefur verið sannað að virkar.


mbl.is Hætta steðjar að Filippseyjum vegna skorts á getnaðarvörnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Daði Einarsson

Á fólk þá semsagt að hætta að stunda kynlíf ef ekki er aðgengi að getnaðarvörnum eins og t.d.smokkum. Varla er það raunhæf nálgun.

Daði Einarsson, 14.8.2007 kl. 18:56

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og tíu?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Vangaveltur um hitt og þetta

Höfundur

Daði Einarsson
Daði Einarsson

Áhugamaður um stefnumótun, sérstaklega í heilbrigðismálum og í því er varðar siðferði í opinberri stjórnsýslu. Ennfremur með mikinn áhuga á gæludýrum og allt sem þau varðar, og rek ásamt tveimur öðrum óháð gæludýraspjall.

Netfang: dadi.einarsson@gmail.com

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband