Þörf ábending

Miðað við fréttina þá er ljóst að endalausar áhyggjur okkar sem eldri erum af börnunum og nethegðun þeirra er kannski meira byggt á þekkingar eða skilningsleysi okkar en nokkuð annað. Fram kemur að flestum er fullljóst hvaða hættur leynast á netinu og hegða sér í samræmi við það. Eins og í raunheimum þá er mikilvægast sem foreldrar barna geta gert er að ala þau upp þannig að ýtt sé undir sjálfvirðingu þeirra og að þeim sé kennt hvað skal varast. Og láta þeim það svo eftir að nýta þá þekkingu sem foreldrar miðla til barna sinna og að sjálfsögðu að fylgjast með hvað þau eru að gera. Ekki endilega til að fylgjast með þeim til að vernda þau (þó að það sé mikilvægt), heldur líklega mikilvægara til að halda samskiptum milli foreldra og barns góðum. Svona svipað og að fylgjast með hvað þau eru að gera í raunheimum. Á sama tíma er þó gott að takmarka tíma barnanna í tölvunni svo þau séu nú líka eitthvað úti við.

Góður punktur hjá krökkunum með að hlaða niður tónlist og öðru efni ekki vegna þess að þau vilja gera eitthvað rangt heldur af því að öðrum kosti hefðu þau ekki aðgang að þessu efni vegna þess hve dýrt það er.


mbl.is Nethegðun barna svipuð um alla Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af átta og tólf?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Vangaveltur um hitt og þetta

Höfundur

Daði Einarsson
Daði Einarsson

Áhugamaður um stefnumótun, sérstaklega í heilbrigðismálum og í því er varðar siðferði í opinberri stjórnsýslu. Ennfremur með mikinn áhuga á gæludýrum og allt sem þau varðar, og rek ásamt tveimur öðrum óháð gæludýraspjall.

Netfang: dadi.einarsson@gmail.com

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 867

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband