Karl Rove að hætta - hvað gerir Bush núna?

Nú er Karl Rove einhvern nánasti samstarfsmaður Bush að hætta og snúa sér að öðrum verkefnum. Hann hefur verið í erfiðri stöðu undanfarið vegna bæði Palme málsins og brottrekstri alríkissaksóknarana. Þessi mál hafa verið erfið og ekki bætti það stöðu hans að Bush bannaði honum nýverið að bera vitni fyrir þingnefnd sem er að rannsaka brottrekstur alríkissaksóknarana.

En hvað sem segja má um Rove þá er maðurinn virkilega klár og með gott pólitískt nef. Bush hefur því að mörgu leiti verið mjög háður honum og líklega verður ekki auðvelt fyrir Bush að þurfa að treysta meira á aðra en hann hefur þurft á tíma sínum sem Forseti. Það verður a.m.k. forvitnilegt að fylgjast með þróun mála hjá Bush enda er Forsetinn í erfiðri stöðu eftir tap repúblíkana í kosningunum í nóvember á síðasta ári og nýlegu tapi varðandi innflytjendamál í Þinginu. Það getur ekki verið auðvelt að vera Forseti á síðara kjörtímabili sem er með Forsetaframbjóðendur í sama flokki sem vilja helst ekkert með hann hafa.


mbl.is Karl Rove að segja af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sex og tuttugu?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Vangaveltur um hitt og þetta

Höfundur

Daði Einarsson
Daði Einarsson

Áhugamaður um stefnumótun, sérstaklega í heilbrigðismálum og í því er varðar siðferði í opinberri stjórnsýslu. Ennfremur með mikinn áhuga á gæludýrum og allt sem þau varðar, og rek ásamt tveimur öðrum óháð gæludýraspjall.

Netfang: dadi.einarsson@gmail.com

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband