10.8.2007 | 09:24
Voru ekki danir með svo slæma reynslu af innflytjendum?
Ekki man ég betur en í umræðu um málefni innflytjenda hafi Frjálslyndir og fleiri tekið Danmörk sem dæmi um hvar hefði illa tekist til og þar væru mikil vandamál. En nú vilja Danir fá fleiri innflytjendur og jafnvel slaka á kröfum enda þurfa þeir meira vinnuafl. Vandamálið er mun frekar í Danaveldi eins og á öðrum stöðum í Vestur-Evrópu að þörf er fyrir innflytjendur þó að atvinnuleysi sé í viðkomandi löndum. Tvær ástæður eru fyrir því. Í fyrsta lagi er skortur á sérmenntuðu/sérþjálfuðu starfsfólki vegna þess að dregið hefur úr þeim fjölda innfæddra sem hafa menntað/þjálfað sig í viðkomandi fagi. Í öðru lagi eru ákveðin störf sem innfæddirvilja einfaldlega ekki vinna lengur. Á Íslandi eru störf í fiskvinnslu gott dæmi. Á sama tíma þarf að vinna þessi störf sem eru oft illa launuð á standard íbúa viðkomandi landa en innflytjendur frá fátækari ríkjum eru oft ánægðir með þau laun sem eru í boði.
Að tala um innflytjendur sem vandamál er nokkuð skrítin og þá sérstaklega þegar kemur að aðlögun þeirra að samfélagi þess lands sem þeir flytja til. Eins og ég sagði í grein sem ég skrifaði á bloggið í gær þá er viljinn almennt séð fyrir hendi hjá innflytjendum en ekki nóg gert af hálfu þess lands sem þeir flytja til. Kannski er frekar spurning um hvort að innflytjendum hafi næga möguleika til að læra tungumál viðkomandi lands og annað sem er hluti að aðlaga sig að því samfélagi þess sem þeir setjast að í.
Fogh Rasmussen segir þörf á fleiri innflytjendum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Vangaveltur um hitt og þetta
Bloggvinir
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Magnússon
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Baldur Kristjánsson
- Bara Steini
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Dögg Pálsdóttir
- Einar Sveinbjörnsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðjón R. Friðjónsson
- Gestur Guðjónsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- gudni.is
- halkatla
- Halla Rut
- Hlekkur
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreiðar Eiríksson
- Ívar Pálsson
- Jens Guð
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Jón Þór Ólafsson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Maria Elvira Méndez Pinedo
- Mofi
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Orðið á götunni
- Pétur Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
- Sigurður Viktor Úlfarsson
- Sóley Tómasdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Arnarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- TómasHa
- Viðar Eggertsson
- Þarfagreinir
- Þorkell Sigurjónsson
Tenglar
Hin bloggin mín
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 867
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gott hjá Rasmussen að viðurkenna þetta, mig minnir að hann hafi verið í forsvari fyrir að herða reglur og gera erfiðara fyrir útlendinga að flytja til landsins. Menn læra svo lengi sem lifa stendur einhversstaðar.
Þórdís Bára Hannesdóttir, 10.8.2007 kl. 10:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning