Hvað er undirvogun?

Getur einhver útskýrt fyrir mér hvað er undirvogun? Kannski ef maður fengi enska heitið þá myndi maður fatta þetta. Woundering


mbl.is Morgan Stanley mælir með undirvogun á bréfum Kaupþings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halla Rut

Hef ekki hugmynd

Halla Rut , 8.8.2007 kl. 15:23

2 Smámynd: Þarfagreinir

Vogun vinnur, vogun tapar ...

Meira veit ég ekki.

Þarfagreinir, 8.8.2007 kl. 15:40

3 Smámynd: Leo Pi.

Þetta snýr að því þegar fólk er með safn af bréfum (e. portfolio).

Segjum sem svo að þú ert með 3 fyrirtæki jafnstór á markaði. Kaupthing , Landsbankann og Glitni og átt jafn mikið í öllum. Fyrir 100 í hverju, eða mappan er samtals 300 kr. (Hvert fyrirtæki er því 1/3 af safninu þínu)

Þá er ávöxtunin sem þú færð jöfn því sem markaðurinn hækkar um, þ.e.a.s. meðaltalið af því sem hver og einn hækkar. Af því þetta táknar allan markaðinn. t.d. ef hækkun er 5% + 5% + 5% þá er ávöxtunin á markaði 5% af því að þetta er meðaltal af þessari hækkun. 

 Núna kemur slæm frétt af Kaupthing, og einhver segir þér að "Undirvoga", þ.e. minnka vægi Kaupthings í safninu þínu.

Þá eru þeir að meina að þú seljir hluta af bréfunum sem þú átt í Kaupthing og kaupir í öðru. 

Ef mælt væri með yfirvogun, kaupa meira af bréfum í Kaupthingi, af því þeir halda að Kaupthing muni hækka meira en hin fyrir tækin.

Það þarf samt að taka fram að þetta þýðir ekki að Kaupthing sé að fara að hrapa í verði heldur getur þetta þýtt að Kaupthing eigi bara ekki eftir að hækka jafn mikið í verði og hinir. T.d.  3%

Landsbankinn og Glitnir hækka ennþá um 5%. Svo að heildar ávöxtun safnsins yrði 4%.

 - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -

Vonandi hjálpar þetta.

Kv.

Leo 

Leo Pi., 8.8.2007 kl. 18:26

4 Smámynd: Daði Einarsson

Takk fyrir Leo, held að ég fatti þetta núna

Daði Einarsson, 8.8.2007 kl. 20:51

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og sjö?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Vangaveltur um hitt og þetta

Höfundur

Daði Einarsson
Daði Einarsson

Áhugamaður um stefnumótun, sérstaklega í heilbrigðismálum og í því er varðar siðferði í opinberri stjórnsýslu. Ennfremur með mikinn áhuga á gæludýrum og allt sem þau varðar, og rek ásamt tveimur öðrum óháð gæludýraspjall.

Netfang: dadi.einarsson@gmail.com

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband