Gott hjá Valgerði

Mikilvægt er að ráðherrar skilji muninn á að vera venjulegir þingmenn eða að vera ráðherra. Ráðherrar hafa ábyrgð á að stjórnsýslan undir þeirra ráðuneyti fari rétt og faglega að hlutunum. Að einhverjar ábendingar hafi borist um að reglur hafi verið brotnar er ekki ástæða til að fara með málið í fjölmiðla. Eðlileg vinnubrögð eru að ráðherra óskar eftir því við viðeigandi stofnun að gerð sé athugun á málinu áður en ráðuneytið fer nánar yfir málið. Ráðherra á að víkja sér undan að svara spurningum um þetta mál þar til niðurstaða liggur fyrir og eins og Valgerður sagði að hann á ekki að vera með gaspur og hótanir um mál sem hann virðist ekki hafa nægjanlegar upplýsingar til að hafa skoðun á því.

Svo er auðvitað spurningin hvort að með því að tjá sig um málið geri hann sig ekki vanhæfan til að taka formlega ákvörðun í málinu ef þess gerist þörf? Best er ávallt fyrir ráðherra að forðast að gefa út afstöðu til mála sem þeir þurfa að úrskurða um á síðari stigum. Nema auðvitað að tala almennt um mikilvægi þess að farið sé að settum reglum varðandi verklegar framkvæmdir, hverjar sem þær eru.


mbl.is Valgerður segir Össur gaspra um afturköllun virkjanaleyfis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

GOTT HJÁ ÖSSUR

Mikilvægt er að svo alvarlegar framkvæmdir sem virkjanir eru hafi sterkt aðhald og að eftirliti sé sinnt. Nú hefur Valgerður horfið á braut og Össur mun ekki horfa í gegnum fingur sér með umgjörð og eftirlit á framkvæmdum líkt og lítur út fyrir að forrennari hans hafi gert. 

Hví telja þessir framkvæmdaraðilar að þeir geti komist hjá því að fara eftir reglum og leyfum sem þeim hafa verið veitt? Var það til siðs í tíð Valgerðar að humma slíkt fram af sér,  þykjast ekki sjá það og láta sem ekkert sé?

Annað eins og aftukall virkjanaleyfis gerist hér hjá okkur almennum borgurum sem höfum ekki pólitíkusa í vasanum. Þú byggir td. ekki hús eða bílskúr í óleyfi. Þér er gert að rífa niður það sem þú hefur byggt í leyfisleysi eða þar sem þú ferð út fyrir leyfileg mörk, burtséð frá þvi hvað framkvæmdin kostaði. VIð gerum hreinlega kröfu um að ráðherra fylgist með, rannsaki slíkt framferði í virkjunarmálum og upplýsi okkur borgarana ef eitthvað er að.  Þetta er okkar land og okkar peningar reka batteríð.

Hví ætti ekki afturkalla virkajana leyfi  hjá fyrirtækjum sem vaða áfram í bága við lög og reglur? Og hví ætti ráðherra að þagga það? Var það venjan hjá Valgerði að vinna í kyrrþey, á bakk við tjöldin og halda upplýsingum frá almenningi? Eru það þannig vinnumbrögð sem við viljum að ráðherrar viðhafi þegar þær höndla með landið okkar og skattpeninga?

Gústa 8.8.2007 kl. 13:35

2 Smámynd: Daði Einarsson

Gústa, þú hefur greinilega misskilið hvað ég er að gagnrýna. Auðvitað eiga framkvæmdaaðilar eins og aðrir að fara að lögum og reglum. Ef reglur hafa verið brotnar þá á auðvitað að koma til greina að afturkalla virkjanaleyfi. En að ráðherra skuli vaða með mál sem þetta í fjölmiðla er ekki ráðherra sæmandi. Ekki er alltaf gott að vera að gaspra um öll mál. Menn þurfa að átta sig á hver staða þeirra er. Hvað ef Össur á svo að úrskurða um að virkjanaleyfi sé afturkallað, er hann þá ekki þegar orðinn vanhæfur vegna þeirrar afstöðu sem hann gefur í fjölmiðlum?

Daði Einarsson, 10.8.2007 kl. 14:44

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og þrettán?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Vangaveltur um hitt og þetta

Höfundur

Daði Einarsson
Daði Einarsson

Áhugamaður um stefnumótun, sérstaklega í heilbrigðismálum og í því er varðar siðferði í opinberri stjórnsýslu. Ennfremur með mikinn áhuga á gæludýrum og allt sem þau varðar, og rek ásamt tveimur öðrum óháð gæludýraspjall.

Netfang: dadi.einarsson@gmail.com

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband