3.7.2007 | 10:46
Hvernig er hægt að auka aðkomu almennings að lagasetningu?
Hvað væri hægt að gera til að auka aðkomu almennings að lagasetningu og myndi það flækja og/eða tefja lagasetningu?
Nokkuð auðvelt ætti að vera koma því í kring að almenningur gæti sent inn umsagnir um drög að frumvarpi til laga. Ein leið væri að um leið og drög að frumvarpi eru send til umsagnar hjá hagsmunaaðilum þá væru drögin birt á heimasíðu viðkomandi ráðuneytis og almenningi gefin sami frestur og hagsmunaaðilum að senda inn umsagnir. Ennfremur væri hægt að setja upp sérstaka heimasíðu sem tilkynningar um tíma til að senda inn umsagnir og hafa þá á einum stað upplýsingar um hvaða drög að frumvörpum eru til umsagnar. Eitt formlegt atriði gæti komið upp og þ.e. hver þarf að heimila að viðkomandi drög séu sett í umsögn almennings. Hér eru nokkrir kostir í dæminu: 1) samþykki ríkisstjórnar þyrfti - sem væri oftast bara formsatriði, 2) viðkomandi ráðherra eftir að fyrir liggi að önnur ráðuneyti séu a.m.k. ekki andvíg því að viðkomandi drög séu á því stigi að hægt sé að senda þau til umsagnar, eða 3) að viðkomandi ráðherra eða jafnvel ráðuneytisstjóri heimili að hefja umsagnarferlið og skýrt sé tekið fram að drögin hafi ekki verið samþykkt af ríkisstjórn eða öðrum ráðuneytum.
En þó að auðvelt sé tæknilega að gefa almenningi kost á að senda inn umsagnir þá þýðir það endilega ekki að auðvelt sé að fara yfir allar umsagnir. Í flestum tilvikum væri þó líklega bara um að ræða umsagnir frá viðkomandi hagsmunasamtökum. Vinna innan ráðuneyta þyrfti því ekki að aukast en gæði viðkomandi frumvarpa gæti hins vegar aukist þar sem fleiri væru til að finna mögulegar villur í drögum að frumvarpi og/eða benda á þætti málsins sem mönnum hefur yfirsést.
Hvað þá með tafir í lagasetningarferlinu? Ég efast um að tafir yrðu á ferlinu sérstaklega ef opnað er fyrir aðkomu almennings á sama tíma og drögin eru send hagsmunaaðilum. Jafnvel að auðveldara yrði að koma vandasömum málum í gegnum Alþingi þar sem flestum þáttum væri hægt að gera skil eftir að umsagnarferli á drögunum er lokið og áður en um endanlega útgáfu af viðkomandi frumvarpi er lagt fyrir Þingið.
Aðalatriðið að mínu mati eigum við að hafa möguleika á að hafa áhrif í lagasetningarferlinu en ábyrgðin er okkar að fylgjast með hvaða frumvörp eru til umsagnar og nota það tækifæri sem myndi skapast.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Vangaveltur um hitt og þetta
Nýjustu færslurnar
- Trúverðugleiki Bergþórs
- Meðvirknin nær út fyrir Miðflokkinn
- Í framhaldi af því gos-tímabili sem að nú er hafið; að þá er rétt að halda til haga nýjum gögnum um VATNSLEIÐSLUR sem að munu renna í átt að höfuðborgarsvæðinu:
- Boðsmótið hefst 27. nóv
- Á hið góða að koma með friði frá Bandaríkjunum heimsófriðar valdinum mesta ? !!
Bloggvinir
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Magnússon
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Baldur Kristjánsson
- Bara Steini
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Dögg Pálsdóttir
- Einar Sveinbjörnsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðjón R. Friðjónsson
- Gestur Guðjónsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- gudni.is
- halkatla
- Halla Rut
- Hlekkur
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreiðar Eiríksson
- Ívar Pálsson
- Jens Guð
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Jón Þór Ólafsson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Maria Elvira Méndez Pinedo
- Mofi
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Orðið á götunni
- Pétur Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
- Sigurður Viktor Úlfarsson
- Sóley Tómasdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Arnarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- TómasHa
- Viðar Eggertsson
- Þarfagreinir
- Þorkell Sigurjónsson
Tenglar
Hin bloggin mín
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning