25.6.2007 | 13:16
Lýðræði í lagasetningu: ESB vs. Ísland
Þar sem mér finnst hálf furðulegt að sjá jafnvel Alþingismenn sem vilja taka sig alvarlega tala um lýðræðishalla hjá ESB og á þeim nótum að lýðræðið og þar með aðkoma almennings t.d. að löggjöf sé betri á Íslandi. Hér að neðan er lýsing á meginatriðum er varða lagasetningu hjá ESB eins og ég sé hana og samanburður við Ísland. Tek fram að ég hef sjálfur ekki komið að lagasetningu en hef unnið bæði innan íslenskrar stjórnsýslu og nú sem útsendur sérfræðingur starfandi hjá Framkvæmdastjórn ESB og því aðeins getað fylgst með ferlinu.
Byrjum á ESB en þar er almennt séð löggjafarvaldinu skipt á milli Ráðherraráðsins og Þingsins. Ráðherraráðið er skipað ráðherrum aðildarríkjanna og Þingið er kosið af þegnum viðkomandi ríkja. Saman fara þessar stofnanir með löggjafarvalið líkt og Alþingi gerir á Íslandi. Framkvæmdastjórn ESB hefur formlega frumkvæði að upphafi að lagasetningu en áður en það kemur til hefur verið kallað eftir lagasetningu með einum eða öðrum hætti af aðildarríkjum t.d. í sérfræðingahópum og/eða af fulltrúum aðildarríkjanna. Oftast er þetta þó óformlegt. Framkvæmdastjórnin vil helst ekki fara af stað með mál nema vilji sé hjá aðildarríkjunum til að setja lög á viðkomandi sviði og að nokkur sátt sé um hvernig þessi löggjöf skal vera.
Ferli löggjafar hefst með því að Framkvæmdastjórnin gerir drög að lagasetningu með aðstoð hópa sérfræðinga frá aðildarríkjunum. Þegar drög liggja fyrir þá fer af stað formlegt samráð við hagsmunaaðila s.s. frjáls félagasamtök. Samráðið er opið enda eru viðkomandi drög birt opinberlega og almenningur hefur, eins og hagsmunaaðilar, ákveðinn tíma til að senda inn athugasemdir og tillögur um breytingar. Oftast hafa þó hagsmunaaðilar komið að málinu á frumstigum og oftast áður en ákveðið hefur verið að hefja vinnu við að gera drög að lagasetningu, þó má alltaf auka það samráð. Eftir að Framkvæmdastjórnin hefur sent tillögu að nýrri löggjöf til Ráðherraráðsins og Þingsins er annað tækifæri fyrir almenning og hagsmunasamtök til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri, sérstaklega í gegnum umfjöllun Þingsins um málið. Til viðbótar við þetta ferli þá hefur almenningur líka kost á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri í gegnum sínar ríkisstjórnir heima fyrir. Í ferlinu hefur því almenningur tvisvar kost á að koma að lagasetningunni formlega og oft, aðallega í gegnum frjáls félagasamtök, hafa getað haft áhrif á undirbúning löggjafar áður en drög Framkvæmdastjórnarinnar liggja fyrir.
Á Íslandi er ferlið mun styttra. Flest frumvörp koma frá ráðuneytunum. Yfirleitt eru þau skrifuð að mestu leyti í ráðuneytunum og í flestum tilvikum eru það hagsmunasamtök í viðkomandi málaflokki sem hafa helst komið að málinu óformlega. Þegar frumvarpið er lagt fram á Alþingi er í raun eina formlega aðkoma almennings að málinu þar sem hægt er að senda inn umsagnir til viðkomandi þingnefndar. Almenningur hefur því hafa eina formlega aðkomu að málinu, kannski ekki eins opið ferli og þörf væri á.
Í báðum tilvikum verður almenningur auðvitað að vera vakandi um að hvaða löggjöf er til umfjöllunar, en nokkur munur er á hvernig aðkoma almennings er gerð möguleg. Á báðum stöðum þarf að vinna að því að gera þennan möguleika til að hafa áhrif á mál sýnilegri en eftir stendur að aðkoma almennings að lagasetningarferlinu hjá ESB er nokkru opnara og þá kannski lýðræðislegra hjá ESB en á Íslandi. Ennfremur starfar ESB yfirleitt á þeim grunni að ná samstöðu um mál en líklega ekki hægt að segja það sama um starfsaðferðir á Alþingi Íslendinga í erfiðum málum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Vangaveltur um hitt og þetta
Bloggvinir
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Magnússon
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Baldur Kristjánsson
- Bara Steini
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Dögg Pálsdóttir
- Einar Sveinbjörnsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðjón R. Friðjónsson
- Gestur Guðjónsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- gudni.is
- halkatla
- Halla Rut
- Hlekkur
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreiðar Eiríksson
- Ívar Pálsson
- Jens Guð
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Jón Þór Ólafsson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Maria Elvira Méndez Pinedo
- Mofi
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Orðið á götunni
- Pétur Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
- Sigurður Viktor Úlfarsson
- Sóley Tómasdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Arnarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- TómasHa
- Viðar Eggertsson
- Þarfagreinir
- Þorkell Sigurjónsson
Tenglar
Hin bloggin mín
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta var MJÖG athyglisverð færsla - Takk fyrir fróðleikinn! Ég held nefnilega að í margri umræðunni sem tengist ESB sjáum við flísina þar en ekki bjálkann hjá okkur. Hvað ætli mörg meingölluð, götótt lög hafi farið í gegn síðustu áratugina í færabandavinnunni sem fer í gang í þinginu okkar á vorin? Þau eru sko ófá dæmin þar, og hvað sagði lögmaðurinn sem hélt erindi ásamt settum ríkissaksóknara um daginn á einhverjum morgunverðarfundi. Hann lýsti því (að vísu í gríni, en samt) að menn væru jafnvel að skreppa upp í sumarbústað og skvera þar af einhverjum lagafrumvörpum svona nánast snúandi steikunum á grillinu. Hann var sem sagt að benda á að oft á tíðum væri alls ekki nógu vel vandað til lagasetninga og alltof lítið um það að sérfræðingar á viðkomandi sviðum fengju nægjanlegt vægi í því ferli.
Anna Ólafsdóttir (anno) 27.6.2007 kl. 00:13
Já, þetta er góður pistill. Gaman þegar fólk tekur upp á því að fræða mann um eitthvað sem maður hefur áhuga á :)
Jónas Tryggvi Jóhannsson, 1.7.2007 kl. 10:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning