22.6.2007 | 10:40
Loksins eitthvað vitrænt
Ef fréttin er rétt og Guantanamo verði lokað þá verður stigið mikilvægt skref í rétta átt hjá Bush og félögum. Loksins virðast þeir átta sig á að það sem fram fór í búðunum var mjög slæmt fyrir baráttuna gegn hryðjuverkum. Með búðunum fengu hryðjuverkahópar upplagt dæmi til að nota til að fá nýja félaga. Með búðunum (og Íraksstríðinu) gróf USA undan þeirri samúð sem var með þeim eftir 9/11 og dró úr möguleikum sínum til að draga úr hryðjuverkum í heiminum. En batnandi mönnum er best að lifa.
Líkur á að Guantánamo verði lokað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Vangaveltur um hitt og þetta
Af mbl.is
Bloggvinir
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Magnússon
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Baldur Kristjánsson
- Bara Steini
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Dögg Pálsdóttir
- Einar Sveinbjörnsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðjón R. Friðjónsson
- Gestur Guðjónsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- gudni.is
- halkatla
- Halla Rut
- Hlekkur
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreiðar Eiríksson
- Ívar Pálsson
- Jens Guð
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Jón Þór Ólafsson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Maria Elvira Méndez Pinedo
- Mofi
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Orðið á götunni
- Pétur Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
- Sigurður Viktor Úlfarsson
- Sóley Tómasdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Arnarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- TómasHa
- Viðar Eggertsson
- Þarfagreinir
- Þorkell Sigurjónsson
Tenglar
Hin bloggin mín
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta fer nú allt eftir því hvað verður þá gert við fangana, en jú, þetta lofar engu að síður góðu.
Þarfagreinir, 22.6.2007 kl. 11:15
Já hugsa að það sé einmitt það sem hann vilji að menn finnist. Að hann sé loksins að batna og fara í rétta átt. Svona fyrir kosningar og svoleiðis, ekki gaman að vera óvinsalasti forseti Bandaríkjana síðustu 35 árin.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 22.6.2007 kl. 14:45
Ég held nú frekar að málið sé að þeir séu komnir í það erfiða stöðu með þetta mál eftir dóm Hæstaréttar að þeir verða að leysa málið einhvernveginn. En auðvitað er rétt að Bush vill losna við þetta mál svo einhver smá séns sé á því að eftirmaður hans verði líka Repúblikani.
Daði Einarsson, 22.6.2007 kl. 15:41
Ég baraneita að trúa því fyrr en ég tek á því að bandaríska þjóðin vilji aftur fá Repúblikana sem forseta eftir Bush, jafnvel þó að Juliani verði kandídatinn þeirra.
Anna Ólafsdóttir (anno) 22.6.2007 kl. 15:49
Ég myndi telja það mjög ólíklegt miðað við hvernig mál standa í dag, sérstaklega þar sem demókratar hafa nokkra góða frambjóðendur. En líklega verður það ekki stórsigur demókrata, en góður sigur þó.
Daði Einarsson, 22.6.2007 kl. 19:27
Lok, lok og læs og allt í stáli, vonandi lokast þær að eilífu þessar búðir.
Ásdís Sigurðardóttir, 22.6.2007 kl. 19:50
Pyntingabúðirnar í Guantanamo voru/eru tilraunaverkefni Brúsks og félaga. Það er verið að reyna á hvað hægt er að komast langt út fyrir lagaramma Bandaríkjanna og alþjóðasamfélagsins. Þarna hafa aldrei verið neinir "merkilegir" eða þýðingamiklir fangar.
Jens Guð, 27.6.2007 kl. 00:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning