Hvað með frelsið?

Það er nokkuð gaman að fylgjast með þróun mála vestan hafs. Í aðra röndina reyna þeir að sannfæra okkur um að svokallað stríð þeirra gegn hryðjuverkum sem Írak og Afganistan eiga að vera hluti af, sé stríð til varnar frelsi okkar. Á hinn bóginn er frelsið virkilega takmarkað til þess að ná þeim markmiðum að ekki verði önnur 11. september árás á Bandaríkin. Er þá ekki markmiðum íslamskra öfgamanna eins og Bin Laden náð?

Eitt er ferðafrelsið en það er ekki eins og þetta sé eina frelsið sem hefur verið takmarkað svo mikið að varla er hægt að kalla það frelsi lengur. Ég hef í nokkurn tíma reynt að fara a.m.k. annað hvert ár vestur um haf á ráðstefnur og til að hitta vini. Á undanförnum árum hefur það að komast inn í landið breyst frá vinsamlegu innflytjendaeftirliti fyrir okkur frá vinsamlegu þjóðunum yfir í að tekin eru af manni fingraför og mynd tekin. Ef þetta frumvarp nær í gegn þá er þetta farið að verða eins og maður sé að fara inn í Rússland. Er þetta allur sigur frelsisaflana gegn "óvinum" frelsisins?


mbl.is Hert á komureglum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér sýnist þetta vera enn eitt óheillaskrefið sem þessi ofurhrædda þjóð er að taka til að einangra sig frá umheiminum. Fólk fer að veigra sér við að ferðast til Bandaríkjanna nema það nauðsynlega þurfi. Þú nefnr ferðir þínar á ráðstefnur. Það er t.d. eitt af því sem hugsanlega mun líða meir og meir fyrir þessa paranoju. Fer maður ekki einfaldlega frekar að velja ráðstefnur í Evrópu en BNA?

Anna Ólafsdóttir (anno) 20.6.2007 kl. 13:57

2 Smámynd: Daði Einarsson

Já slæmt er það þegar kostnaðurinn er ekki það sem fær mann til að hika við að skella sér vestur um haf. Kannski að maður fari að vera virkari í fagsamtökum í Evrópu, enda aldrei að vita nema maður geti bara keyrt á þær þar sem ég bý í Lúx.

Daði Einarsson, 20.6.2007 kl. 14:30

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og fjórtán?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Vangaveltur um hitt og þetta

Höfundur

Daði Einarsson
Daði Einarsson

Áhugamaður um stefnumótun, sérstaklega í heilbrigðismálum og í því er varðar siðferði í opinberri stjórnsýslu. Ennfremur með mikinn áhuga á gæludýrum og allt sem þau varðar, og rek ásamt tveimur öðrum óháð gæludýraspjall.

Netfang: dadi.einarsson@gmail.com

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband