Færsluflokkur: Ferðalög

German wings - aldrei aftur

Ég kom til baka til Lúx í gær eftir gott 3 vikna frí bæði heima á fróni og í Búlgaríu. Meira um það á hinu íslenska blogginu mínu, http://rustikus.info.

Ég flaug með German wings bæði til og frá Búlgaríu og það mun ég ekki gera oftar. Flugvélarnar eru góðar en þar með er lokið því góða sem hægt er að segja um flugið með þeim. Ég man ekki eftir að hafa áður lent í því að ferðast með flugfélagi sem úthlutar ekki sætum. Maður verður helst að koma sér þannig fyrir í fyrstu rútu (frá flugstöð að flugvél) að maður komi með þeim fyrstu út úr rútunni og ná því góðu sæti. Skil ekki alveg að ekki sé úthlutað sæti við check-in þar sem það tekur svotil engan tíma. Man ekki eftir að annað lágjaldaflugfélag úthluti ekki sætum. En líklega er Þjóðverjunum svo annt um sparnað að þeir henda evrunni (og velvild viðskiptavinanna) til að spara cent-ið.

Einhvernvegin var þó þessi ferð ekki góð varðandi þjónustu þar sem á Frankfurtflugvelli urðu miklar tafir við að komast frá og til bílastæðisins en til þess þarf að keyra manni að flugstöð. En a.m.k. gekk allt vel upp í Búlgaríu Smile


Heim í frí

Nú er komið að því að maður komi sér heim til Íslands í frí. Þetta frí er nokkuð spes enda er unnusta mín að koma í fyrsta skipti til landsins og líka í fyrsta skipti sem hún hittir fjölskylduna mína. Við verðum ekki á landinu nema í viku svo að ekki er hægt að skoða mikið en eitthvað þó. Nokkur tími mun jafnframt fara í allskonar reddingar og annað tengt undirbúningi brúðkaupsins.  Fullt af pappírum sem maður þarf að redda og svo er bara að vona að við fáum gott veður. Smile

Nú verður að koma í ljós hvort að ég nái að hemja mig í að blogga næstu 3 vikurnar, en eftir Íslandsferðina verðum við í næstum 2 vikur í Búlgaríu.


Um bloggið

Vangaveltur um hitt og þetta

Höfundur

Daði Einarsson
Daði Einarsson

Áhugamaður um stefnumótun, sérstaklega í heilbrigðismálum og í því er varðar siðferði í opinberri stjórnsýslu. Ennfremur með mikinn áhuga á gæludýrum og allt sem þau varðar, og rek ásamt tveimur öðrum óháð gæludýraspjall.

Netfang: dadi.einarsson@gmail.com

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 886

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband