Færsluflokkur: Bloggar
10.10.2007 | 16:51
Klukk
Bara Steini bloggvinur minn klukkaði mig og nú á ég að koma með 8 játningar um hluti sem fáir vita. Ætli maður neyðist ekki til að setja inn nokkur atriði.
1. Ég hef mjög gaman að keyra hratt á hraðbrautum
2. Ég er forfallinn gæludýrasjúklingur - ef ég gæti ætti ég a.m.k. hund, kött, fiska, skjaldbökur, froska, o.m.fl. en á bara kött og fiska
3. Ég er tækjasjúklingur - er þó að verða lélegur í seinni tíð enda með 4 ára gamla tölvu
4. Ég er skjálfhentur vegna aukaverkana af flogaveikilyfjum - er með frekar vægt afbrigði sem er haldið niðri með lyfjum.
5. Hef búið í Lúxemborg í um 4 ár og skil ennþá ekki frönsku, þýsku eða lúxemborgsku - skömm að þessu
6. Ég tek virkan þátt í fagsamtökum í mínu fagi í USA, en hef ekki ennþá tekið þátt í sambærilegum samtökum hér í Evrópu
7. Ég er ferlega fljótur að gleyma sérstaklega því neikvæða.
8. Ég er hræðilega óskipulagður og skrifborðið mitt er yfirfullt af pappírum.
Ég klukka: anno, asdisomar, sigrunb, jenfo, mofi, nanna, rosin, og eggman
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.10.2007 | 18:16
Búlgaríuferð og veikindi
Nokkuð er síðan ég bloggaði síðast en á föstudag fór ég til Búlgaríu og kom til baka á mánudagskvöldið. Allur undirbúningur fyrir brúðkaupið gengur vel og við vorum nú að senda út boðskortin. Það eru bara nokkur smáatriði eftir í undirbúningnum.
Morguninn eftir að ég kom aftur til Lúx, þ.e. í gærmorgun var ég kominn með hita og verki í kviðinn. Fór til læknis í gær og hitinn hefur farið niður en ljóst er að ég er með einhverja sýkingu. Ég mun fara aftur á morgun til læknis þar sem núverandi meðferð er ekki að virka eins og hún á að gera.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.9.2007 | 13:47
Frábær Churchill
Stundum rekst maður á frábærar tilvitnanir og þar sem ég vinn að lýðheilsumálum þá fannst mér þessi helv... góð.
"An apple a day keeps the doctor away... if you aim well!"
(W. Churchill)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.9.2007 | 09:31
Af hverju var þeim hleypt inn?
Óstundvísir Íslendingar spilltu tónleikum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
31.8.2007 | 09:24
Að loka fljótt fyrir umræðu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.8.2007 | 12:52
Dýr vottorð á Íslandi eða bara svona ódýr í Lúx?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.8.2007 | 10:02
Þörf ábending
Miðað við fréttina þá er ljóst að endalausar áhyggjur okkar sem eldri erum af börnunum og nethegðun þeirra er kannski meira byggt á þekkingar eða skilningsleysi okkar en nokkuð annað. Fram kemur að flestum er fullljóst hvaða hættur leynast á netinu og hegða sér í samræmi við það. Eins og í raunheimum þá er mikilvægast sem foreldrar barna geta gert er að ala þau upp þannig að ýtt sé undir sjálfvirðingu þeirra og að þeim sé kennt hvað skal varast. Og láta þeim það svo eftir að nýta þá þekkingu sem foreldrar miðla til barna sinna og að sjálfsögðu að fylgjast með hvað þau eru að gera. Ekki endilega til að fylgjast með þeim til að vernda þau (þó að það sé mikilvægt), heldur líklega mikilvægara til að halda samskiptum milli foreldra og barns góðum. Svona svipað og að fylgjast með hvað þau eru að gera í raunheimum. Á sama tíma er þó gott að takmarka tíma barnanna í tölvunni svo þau séu nú líka eitthvað úti við.
Góður punktur hjá krökkunum með að hlaða niður tónlist og öðru efni ekki vegna þess að þau vilja gera eitthvað rangt heldur af því að öðrum kosti hefðu þau ekki aðgang að þessu efni vegna þess hve dýrt það er.
Nethegðun barna svipuð um alla Evrópu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.8.2007 | 12:22
Auðvitað
Það gefur sig nú sjálft að hennar ógæfa getur ekkert haft með hana sjálfa að gera enda viljalaust verkfæri í höndum foreldra sinna. Alltaf er gott að geta firrað sig ábyrgð á eigin gjörðum og kennt öðrum um. Vinsælt er að kenna mæðrum um allt og virðist sérstaklega vinsælt sjónarhorn í sálfræði. Kannski ætti ég að prófa þetta næst þegar mér verður eitthvað á.
Ógæfa Lindsay Lohan sögð foreldrum hennar að kenna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.8.2007 | 08:07
Oforðanotkun
Nú ætla ég aðeins að fá útrás fyrir smá pirring. Það fer ferlega í taugarnar á mér hve dramatísk orð margir nota. T.d. að nota orð eins og mannréttindabrot um það að Akureyrarbær leyfði ekki 18-23 ára fólki að tjalda um verslunarmannahelgina. Þetta er ekki mannréttindabrot þó að hér sé um mismunun að ræða. Vissulega var þetta heimskuleg ákvörðun bæjarstjórnar Akureyrar og getur jafnvel varðað við lög. Að kalla þetta aftur á móti mannréttindabrot gerir lítið úr raunverulegum mannréttindabrotum. Að vera settur í fangelsi vegna stjórnmálaskoðana sinna, að vera neitað um meðferð við HIV, að vera pyntaður í fangelsi, o.s.frv. eru mannréttindabrot en ekki það að mega ekki tjalda á ákveðnu tjaldsvæði.
Nú get ég hætt að vera pirraður í bili.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.7.2007 | 18:57
Markó
Þar sem eitthvað virðist vera af kattafólki hér þá er kannski við hæfi að maður birti nokkrar myndir af mínum litla ketti, Markó. Ég kem kannski síðar með myndir af fiskabúrunum mínum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Vangaveltur um hitt og þetta
Bloggvinir
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Magnússon
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Baldur Kristjánsson
- Bara Steini
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Dögg Pálsdóttir
- Einar Sveinbjörnsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðjón R. Friðjónsson
- Gestur Guðjónsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- gudni.is
- halkatla
- Halla Rut
- Hlekkur
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreiðar Eiríksson
- Ívar Pálsson
- Jens Guð
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Jón Þór Ólafsson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Maria Elvira Méndez Pinedo
- Mofi
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Orðið á götunni
- Pétur Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
- Sigurður Viktor Úlfarsson
- Sóley Tómasdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Arnarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- TómasHa
- Viðar Eggertsson
- Þarfagreinir
- Þorkell Sigurjónsson
Tenglar
Hin bloggin mín
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar