Hvað ætla þeir að gera?

Bandaríkjamenn eru í erfiðri stöðu til að gera eitt eða neitt varðandi ástandið í Pakistan og Musharraf veit það mjög vel. Pakistan er lykilbandamaður Bandaríkjanna varðandi baráttu við öfga múslima sérstaklega á landamærum Pakistan og Afganistan. Stór hluti af fjárhagsaðstoð Bandaríkjanna við Pakistan er vegna baráttunnar gegn hryðjuverkum.

Hvað geta þeir þá gert? Mögulega skortið niður fjárhagsaðstoð sem kemur baráttunni gegn hryðjuverkum við. Óvissa er um hvaða afleiðingar það myndi hafa og jafnvel gæti takmarkað vilja Musharraf til að halda baráttunni gegn öfgaöflum. Ennfremur yrði það líklegt til að styðja við öfgahópana enda gætu þeir bent á það sem yfirgang Bandaríkjanna í innanríkismál Pakistan. Þ.e. ekki bara gegn öfgahópunum heldur gegn öðrum íbúum Pakistan. 

Hvað er annað sem þeir geta gert? Þeir geta haldið áfram að segja hvað þeir eru ósáttir við ákvörðun Musharraf. Þeir geta haldið áfram mótmælum. Á sama tíma er ljóst að þeir geta ekki án hans verið. Hver af mögulegum stjórnmálaleiðtogum gæti verið sambærilegur bandamaður?

Staðan er því erfið fyrir Bandaríkjamenn og lítið sem þeir geta gert á meðan þeir gæta sinna eigin hagsmuna. Musharraf er líka í erfiðri stöðu en hann veit líka að hann er eini kosturinn fyrir Bandaríkin og að á meðan svo er þá munu þeir gera það sem þarf til að styðja hann beint og óbeint. Ætli líklegast sé ekki að í Bandaríkjunum verði öll fjárhagsaðstoð skilgreind sem hluti af baráttunni gegn hryðjuverkum og ekkert muni breytast í raun eða að ekkert mun breytast og viðbrögð Vesturlanda verði eins og oftast stormur í vatnsglasi. 


mbl.is Bandaríkjamenn hvetja Musharraf til að snúa aftur til lýðræðis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og átta?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Vangaveltur um hitt og þetta

Höfundur

Daði Einarsson
Daði Einarsson

Áhugamaður um stefnumótun, sérstaklega í heilbrigðismálum og í því er varðar siðferði í opinberri stjórnsýslu. Ennfremur með mikinn áhuga á gæludýrum og allt sem þau varðar, og rek ásamt tveimur öðrum óháð gæludýraspjall.

Netfang: dadi.einarsson@gmail.com

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband