Þrýstingur eykst á PKK

Það er ánægjulegt að sjá þann þrýsting sem lagður hefur verið á PKK - Verkamannaflokkur Kúrda - á undanförnum dögum og hve þrýstingurinn virðist vera að aukast. Nú síðast með að Forseti sjálfstjórnarhéraðs Kúrda hvetur þá til að leggja niður vopn. Kúrdar í norðurhluta Íraks búa við mun betri aðstæður heldur en flestir landar þeirra þar sem tiltölulega friðsælt hefur verið þar. Ef að PKK hættir að standa í árásum á Tyrki þá má ljóst vera að uppbygging á svæðinu getur gengið upp og bætt hag íbúa svæðisins.

PKK hefur staðið í árásum á Tyrkland í um 2 áratugi og hefur það engu skilað. Ekki eru meiri líkur á að Kúrdar geti fengið að ráða eigin málum og eini árangur af árásum PKK hefur verið að meiri líkur eru á að Tyrkir geri innrás í norður-Írak. Nýtt ríki á þessum slóðum mun varla vera stofnað nema Írak brotni upp í nokkur minni ríki. Varla er það mjög líklegt.


mbl.is Forseti Kúrda í Írak vill að PKK leggi niður vopn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og fjórum?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Vangaveltur um hitt og þetta

Höfundur

Daði Einarsson
Daði Einarsson

Áhugamaður um stefnumótun, sérstaklega í heilbrigðismálum og í því er varðar siðferði í opinberri stjórnsýslu. Ennfremur með mikinn áhuga á gæludýrum og allt sem þau varðar, og rek ásamt tveimur öðrum óháð gæludýraspjall.

Netfang: dadi.einarsson@gmail.com

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband