Gott að vilji er fyrir hendi

Í gegnum fréttir af Írak endurspeglast oft vandi mála í miðausturlöndum og í raun á stórum hluta þeirra svæða sem hafa áður verið undir nýlenduveldunum og öðrum heimsveldum.  Kúrdar hafa endað í þremur ríkjum og landamæri á svæðinu öllu eru nokkuð skrítin. Mikið um löng þráðbein landamæri sem varla getur verið eðlilegt - er eins og menn hafi notað reglustiku. Mikið af vandamálum á þeim svæðum sem landamæri hafa verið dregin með þessum hætti hafa átt í vandræðum á síðustu áratugum. En vandamál Kúrda er í raun svipað og t.d. Baska á Spáni og í Frakklandi og finna má dæmi víðar. Til viðbótar við slæm landamæri í miðausturlöndum eru svo einræðisstjórnir sem eru oft hræðilegar t.d. Íran, Sádi Arabía, Sýrland, og áður Írak. Svo eru erfiðleikar víða um svæðið sem er oft tengt trúarbrögðum. Í Palestínu virðist allt loga í óöld, í Líbanon er jafnvel hætta á annarri borgarastyrjöld, Írak er í upplausn, og restin virðist meira og minna vera undir hörðum einræðisstjórnum þ.e. fyrir utan Ísrael sem er bæði lýðræðisríki og mjög stöðugt. Þeir haga sér þó oft eins og reiður krakki - hefna fyrir árásir á landið í stað þess að ráðast að þeim sem réðust á landið. Erfitt er að vera bjartsýnn þegar ástandið er svona - a.m.k. eins og ég sé það - en þó vonar maður í lengstu lög að ástandið fari að batna og hægt verði að byggja upp frið.

Átök milli Tyrkneska hersins og skæruliða Kúrda eru reglulegar fréttir. Nú virðast Tyrkir hafa fengið nóg og eru reiðubúnir að ráðast inn í Írak til að elta skæruliðana uppi. Spenna á svæðinu hefur farið vaxandi og líkurnar á innrás eru nokkuð miklar. Aftur á móti eru það jákvæðar fréttir að Tyrkir vilja í lengstu lög leysa málið á diplómatískan hátt þ.e. með því að stjórnvöld í Írak leysi málið. En skilaboð Tyrkja er skýr og þeir eru tilbúnir að senda herlið yfir landamærin til að stöðva árásir skæruliða. Það er auðvelt að skilja afstöðu Tyrkja, enda er varla hægt að þola endalaust að árásir séu gerðar á landið án þess að tekið sé á málinu. En það er góðs viti að Tyrkir vilja komast hjá því að senda inn herinn en eitthvað þarf að gerast áður en þolinmæði Tyrkja þrýtur.

Oft er maður þakklátur fyrir að búa í Evrópu á þessum friðartímum í álfunni og að í raun aldrei þurfa að hafa áhyggjur að maður gæti lent í því að búa á svæði þar sem hernaðarátök geta farið fram.


mbl.is Tyrkir stefna að diplómatískri lausn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og sjö?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Vangaveltur um hitt og þetta

Höfundur

Daði Einarsson
Daði Einarsson

Áhugamaður um stefnumótun, sérstaklega í heilbrigðismálum og í því er varðar siðferði í opinberri stjórnsýslu. Ennfremur með mikinn áhuga á gæludýrum og allt sem þau varðar, og rek ásamt tveimur öðrum óháð gæludýraspjall.

Netfang: dadi.einarsson@gmail.com

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 705

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband