Orð að sönnu

Gaman að sjá að Tony Blair taki svo sterkt og skýrt til orða, enda er þörf á að halda því á lofti hvað Íranstjórn er að reyna og hefur verið að reyna árum saman. Hún vill fyrst og fremst breiða út byltinguna, sem er í raun ósköp eðlilegt. Svipað gerðu Sovétmenn víða um heim. Íran er þó nokkuð hættulegra þar sem þeir hafa það sem skýra stefnu að styðja við öfl sem vilja eyða ákveðnu fullvalda ríki. Þeir eru að vinna að því að koma sér upp kjarnorkuvopnum og eru að ýta undir óstöðugleika í löndunum í kringum sig. Að vísu í Írak er það eiginlega of einfalt enda þurfa þeir ósköp lítið að gera þar sem klúður Bandaríkjamanna og þeirra bandamanna er af þeirri stærðargráðu.

Íran er að ýta undir fasíska hugmyndafræði og ólíkt kommunum þá byggir hugmyndafræði Írans á að draga úr réttindum fólks. Að færa fólk margar aldir aftur í tímann. A.m.k. í gömlu austurblokkinni höfðu t.d. konur talsverð réttindi sem þær hafa oft á tíðum misst eftir að löndin urðu frjáls undan oki kommúnismans. Kommúnisminn var slæmur en eins og allt með nokkrar - þó að vísu mjög fáar - góðar aukaverkanir. Ég get ekki séð að Íslamisminn hafi nokkrar góðar aukaverkanir a.m.k. fyrir venjulegt fólk.

Við þurfum að standa vörð um það frelsi sem við höfum aflað okkur á mörgum öldum, og að standa með hófsömum öflum - sérstaklega í múslimaríkjum - sem vilja ýta undir a.m.k. lágmarksfrelsi borgaranna. Því miður eru þau öfl oftast of veik.


mbl.is Blair sakar Írana um að styðja hryðjuverk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

lestu atakasvaedi i heiminum eftir jon orm halldorsson.

 Thad er mjog holl lesning.

hermann 19.10.2007 kl. 10:02

2 identicon

Va hvad thu ert langt fra sannleikanum. veist hreinlega ekki neitt.

jonsi 19.10.2007 kl. 10:24

3 Smámynd: Daði Einarsson

Hvað kemur það hvernig Íran hagar sér? Málið snýst ekki um hvort að mögulega sé einhver skýring á ástæðum þess að hópar og/eða ríki hagi sér með þeim hætti sem Íran gerir. Málið er að Íran ýtir undir átök á svæðinu, þeir styðja við hópa sem hafa það á stefnuskránni að eyða fullvalda ríki og sjálfir hafa þeir lýst yfir svipuðum hlutum. Það er hvernig þeir ýta undir öfgaöfl og í raun fasísk öfl múslima (Islamista).

Það voru líka skýrar ástæður og skiljanlegar fyrir að fasistar komust til valda víða í Evrópu á sínum tíma.

Daði Einarsson, 19.10.2007 kl. 10:26

4 identicon

"Við þurfum að standa vörð um það frelsi sem við höfum aflað okkur á mörgum öldum" . Ég held að þessi setning lýsi einmitt þeirri stefnu sem lönd á borð við Íran og Sýrland hafa  í dag.  Það þarf engan snilling til að sjá það að Ísrael með dyggum stuðningi Bandaríkjana er það sem land sem ógnar mest friðnum á þessu svæði.  En það sem fyndnast við þessa frétt er að  Blair er að  tala um að fasista  í Íran en virðist gjörsamlega blindur þegar kemur að þeim frelsis sviptingum sem hafa verið í Bandaríkjunum eftir 11.sept . Því ef það er eitthvað land sem er farið að minna all verulega á fasista eða jafnvel nasista þá er það Bandaríkinn með innleiðingunni á "Patriot act" + Guantanmo Bay .

Hafsteinn Halldórsson 19.10.2007 kl. 10:44

5 identicon

Í fyrsta lagi, þá sagði Mahmoud Ahmadinejad, forseti Íraks aldrei að hann vildi þurrka Ísrael út. Það var ekki þýtt það sem hann sagði rétt... enda sagði hann að það væri STJÓRN Ísraels sem hann vildi losna við. Ekki gleypa við öllu sem Bush og vinir hans segja. Íran hefur sagt að þeir séu nú með kjarnorkuver til þess að veita rafmagn til íbúa landsins. Þeir neita því algjörlega að þeir hafi nokkurt einasta kjarnorkuvopn og Pútin Rússlandsforseti hefur staðfest þetta.

Íran er tilbúið að verja sjálft sig ef það verður ráðist á það... og það mun gerast. Fyrst sagði Bush að það yrði að stoppa Írana áður en þeir ná að búa til sín eigin kjarnorkuvopn, en þar sem stór hluti Ameríkana var ekki að gleypa við því (sem þýðir að meirihluti þeirra er á móti því að fara í stríð við Íran), þá allt í einu er talað um það að Íranski herinn er að drepa Bandaríska hermenn í Írak. Þvílíkt BULL!!! Sérstaklega þar sem Dick Cheney hafði sagt, löngu áður en umræðan um Íran fór af stað, að til þess að geta farið í stríð við Íran, þá gætu þeir t.d. sagt að Íranar hefðu verið að smygla vopnum yfir landamærin til Íraks fyrir hryðjuverkamenn. BANDARÍKIN ýta undir átök á svæðinu.

Einnig vil ég benda á það að það eru Bandaríkin sem eru stærsta fasíska aflið hér. Þeir sýna það meira að segja sjálfir, en þessi... "listaverk" báðum megin við fánan eru þekkt fasísk merki. Þetta er ekki photoshoppað inn, enda finnur maður margar myndir af þessu á google. Bush stjórninni gæti alls ekki verið meira sama um íbúa Bandaríkjanna og þeirra mannréttindi, líf þeirra... og þeir sýna það. Sá sem heldur að það sé lýðræði í BNA er blindur eða hefur ekki kynnt sér málin nógu vel.

Ein mesta ógn frelsis er í vestri... ekki í Mið-Austurlöndum.

... svo má ekki gleyma ESB.

Kallz 19.10.2007 kl. 14:27

6 identicon

"Í fyrsta lagi, þá sagði Mahmoud Ahmadinejad, forseti Íraks aldrei að hann..."

Afsakið, átti að vera Írans. :)

Kallz 19.10.2007 kl. 14:29

7 Smámynd: Daði Einarsson

Já hann sagði bara að losna við stjórn Ísraels. En hver er í raun munurinn? Ef þú ætlar að losna við stjórn lands - og þá geri ég ráð fyrir að hann sé ekki bara að tala um núverandi ríkisstjórn - þá hlýturðu að vera að tala um stjórn landsins og þar með viðkomandi ríki. Ef stjórn landsins er eytt eða komið frá og þar með stjórnkerfi landsins hvað er þá eftir sem gerir viðkomandi að sjálfstæðu ríki? Þess vegna tala ég um að hann hafi sagt það mjög skýrt að eyða ætti Ísrael. Svipuð skilaboð hafa komið frá yfirmönnum hans þ.e. æðstu klerkum landsins (Írans). Að eyða Ísrael er fyrir mér ekki að eyða öllu lifandi þar heldur að eyða ríkinu - s.s. ekki lengur til ríki sem heitir Ísrael. Það er endalaus hártogun að halda öðru fram.

Varðandi afskipti Írans í Írak þá held ég að það sé nokkuð augljóst að þeir séu að skipta sér af málum þar. Auðvitað ýkja Bush og félagar hættuna en Íranar eru örugglega að styðja við einhverja hópa sem standa í hernaði gegn USA í Írak. Kaninn hefur klúðrað flestu sem hægt er á svæðinu, enda heyrir maður stundum sagt að á svæðinu klúðruðu Bretar miklu og svo kom kaninn og margfaldaði klúðrið.

Ert þú semsagt að segja að einræðisstjórnir eins og Íran sem er keyrð áfram af Íslamistum sé ekki ógn við frið og frelsi í þeirra heimshluta? Auðvitað er ekki allt gott sem fram fer á vesturlöndum en við höfum a.m.k. ákveðin réttindi sem að þú myndir aldrei hafa t.d. í Íran. Þar sem ég þekki vel til í USA þá myndi ég ekki segja að þar sé ekki lýðræði, heldur að það sé gallað og ekki vel framkvæmt. En það er lýðræði, að vísu held ég almennt að lýðræðið sé betra í sumum Evrópulöndum en það er önnur umræða. Að tala um galla og að gefið hafi verið eftir í frelsismálum á vesturlöndum sem sambærilega ógn við þá ógn sem Íslamistar eru í sínum löndum og löndum í kringum þá er fáránlegt. Að einhver fylgist með þér í samanburði að vera hent í fangelsi fyrir að hafa rangar skoðanir.

En hver ýtir undir átök á svæðinu? Er það bara Bandaríkin? Eru semsagt átök á svæðinu ný af nálinni? Er það ekki fulleinfalt að kenna Bandaríkjunum um. Þeir eiga mikla sök eins og aðrir, sérstaklega þegar kemur að hryðjuverkum þá eru einræðisstjórnir á svæðinu líklega þeir sem ýta mest undir öfgahópa enda kúga þær (einræðisstjórnirnar) þegna sína einstaklega vel. 

Daði Einarsson, 19.10.2007 kl. 15:22

8 Smámynd: halkatla

frábær grein Daði, flestir sem hafa kommentað við hana þyrftu hinsvegar að fara með hausinn á sér í rannsókn. 

halkatla, 19.10.2007 kl. 15:29

9 identicon

Hmm, ég vil gjarnan svara þessu... en þar sem ég er að fara Austur yfir helgina, þá verður það að bíða þar til á sunnudag eða mánudag.

Kallz 19.10.2007 kl. 16:13

10 identicon

Karen, svona segir maður ekki.

'þeir styðja við hópa sem hafa það á stefnuskránni að eyða fullvalda ríki og sjálfir hafa þeir lýst yfir svipuðum hlutum.'

Og hafa bandarikjamenn ekki thegar gert thad sjalfir margoft?  Nu sidast bara arid 2003.

Thetta ordalag er hinsvegar mjog villandi, thad var buid til af vestraenum fjolmidlum til ad lata thad lita ut fyrir ad Iran vildi drepa alla i Israel.

Thu veist, til ad kynda undir hatur.

Eg hef margoft raett vid folk sem skildi thetta a thann veginn, og vildi Iran allt slaemt fyrir.

'Varðandi afskipti Írans í Írak þá held ég að það sé nokkuð augljóst að þeir séu að skipta sér af málum þar.'

Ja en Tyrkland er lika ad skipta ser af malum thar.. Their sendu inn fleiri skriddreka inn i nordurhlutann bara nu um daginn.

a tha ekki bara ad gera innras i tyrkland?

Mest andstadan vid hersetu bandarikjastjornar er i midju iraks, thar sem sunnitar bua. Ekki shiitar eins og Iranir eru flestir. Thad bendir einmitt til ad einhverjir adrid en Iranir standi a bakvid vid mikid af andstodunni. Iranir myndu hugsa sig thrisvar um adur en their senda vopn til sunni-iraks, midstod fyrrverandi baths flokksins sem stod i 8 ara stridi vid tha og drap hundru thusunda irana.

Og vardandi thad af hverju strid eru svona oft i afriku og mid austurlondum tha er thad vegna thess hvernig flest thessi lond voru buin til. Landamaerin voru akvedin i berlin 1890 med hagsmuni stjornmalamanna i v-evropu og usa ad leidarljosi.  En their vildu ju einmitt geta stolid audlindunum tharna, sem yrdi miklu audveldara ef londin yrdu sett saman ur morgum hopum sem i raun hefdu engan ahuga a ad vera land.  Med thvi moti var alltaf haegt ad stydja annan hop innan landsins ef radandi stjorn vaeri eitthvad ad rifa kjaft og segja ad vesturlond aettu i raun ekki audlindirnar.

Tam er irak skipt i thrennt, og thad er alls ekki tilviljun. Og mjog heppilegt fyrir bandarikjamenn,breta thvi hoparnir standa ekkert saman.

Og svo i ofanalag, thad er engin fylgni a milli thess ad vera lydraedisriki og ad hafa bandarikin og bretland med ser.

Saudi Arabia er t.am. einraedi sem stundar mannrettindabrot af miklum eldmod og konur eru alika virtar og husdyr.

En Saudi Arabia er samt sem adur mikill bandamadur bandarikjanna og myndu bandarikjamenn verja einraedisstjornina med hervaldi ef svo kaemi til.

Thegar kemur at stefna bandarikjanna og bretlands tha koma mannrettindabrot, einraedi og allar slaemar gjordir vidkomandi rikisstjornarinna malinu nakvaemlega ekkert vid. Thad er allt bara tilbuningur.

Thetta snyst allt um ad graeda peninga, og ekkert annad. Ad rettlaeta thad ad gefa vopnaframleidundum nokkra tugi thusunda milljarda i vidbot og stela audlindum vidkomandi lands.

Hver a oliuna i Irak i dag?

Eru thad ekki bara vinir bandariskra og breskra stjornmalamanna? Eg myndi halda thad. Ekki thad ad fjolmidlar eru thoglir sem grofin thegar kemur ad thessu.

Af hverju aettu stjornmalamenn,vopnaframleidendur ekki ad reyna ad stela oliunni i Iran lika?

hermann ingjaldsson 19.10.2007 kl. 16:31

11 Smámynd: Daði Einarsson

Sæll Hermann, já vissulega hefur punkturinn með að eyða Ísrael verið settur fram af mörgum sem hafa hagsmuni af því að sem átt væri við að eyða öllu sem nú er Ísrael eða í raun önnur helför. En eins og ég hef sagt þá er það að eyða ríki annað en að eyða landsvæði. Að eyða Ísrael fyrir mér er að eyða ríkinu - þ.e. eftir eyðinguna væri Ísraelsríki ekki til. Er það eitthvað sem er í lagi? Skiptir það svo miklu máli, varla myndu gyðingar almennt séð treysta sér að búa á svæði sem væri undir stjórn öfgasinnaðra afla Íslamista eða hvað? Ef Ísrael er eytt þá myndu þeir gyðingar sem væru eftir á lífi - varla gæfist Ísraelsher upp án gífurlegra stríðsátaka - flýja til annarra ríkja.

En skemmtilegar samsæriskenningar hjá þér og hvað þær fara bara í aðra áttina. Ertu að segja að Íranar hafi engan áhuga á olíunni í Írak eða yfirráðum (beint eða óbeint) yfir Suður-Írak? Eða ertu svona mikið á móti USA að allir óvinir þeirra hljóta að vera frábærir eða að athafnir þeirra séu réttlætanlegar?

Utanríkisstefna hvaða lands sem er snýst um hagsmuni. Bandaríkjamenn, Bretar, Rússar og fleiri stærri ríki hafa og munu alltaf styðja við stjórnir sem þeir telja að þjóni hagsmunum sínum að styðja. Öll hafa stutt einræðisríki og lýðræðisríki (eða a.m.k. lýðræðisleg ríki). 

Ég er þó sammála þér um eitt þegar kemur að átökum sérstaklega í Afríku að hin tilbúnu landamæri hafa verið og halda áfram að vera ástæða fyrir átökum þar sem landamærin eru oft á tíðum svo langt frá því að vera náttúruleg að ef málið varðaði ekki líf fólks þá myndi maður hlægja að því. Landamæri sem eru þráðbein á landakorti um talsverðar vegalengdir eru einfaldlega ekki náttúruleg landamæri.  En eru þá engin átök milli ríkja þar sem landamæri eru tiltölulega eðlileg eða náttúruleg? 

Daði Einarsson, 20.10.2007 kl. 18:36

12 identicon

'Að eyða Ísrael fyrir mér er að eyða ríkinu - þ.e. eftir eyðinguna væri Ísraelsríki ekki til. Er það eitthvað sem er í lagi?'

Ja thad vaeri fullkomlega i lagi ad leyfa theim ekki ad hafa riki i landi sem their eiga ekkert tilkall til.

Fyrir 100 arum sidan voru gydingar innan vid 3% af ibuum palestinu.

A theim tima hofdu their aldrei verid neitt annad en minnihlutahopur i landinu, meira ad segja a timum romverja.

Sidan 1900 hafa their flutt thangad i milljonavis og skipulega lagt undir sig sifellt staerra land heimamanna.

Og nu thad nyjasta... ad skella thvi sem eftir er af palestinu i fangelsi.

http://www.ecaar.org/Newsletter/Nov04/perlo%20freeman%20map.gif

http://adbusters.org/the_magazine/images/stories/66/palestine_wall.jpg

Madur tharf ad vera rosalega vondur til ad langa ekki til ad lagfaera thetta.

'En skemmtilegar samsæriskenningar hjá þér og hvað þær fara bara í aðra áttina. Ertu að segja að Íranar hafi engan áhuga á olíunni í Írak eða yfirráðum (beint eða óbeint) yfir Suður-Írak?'

Rok fyrir thvi sem eg er ad segja eru thad mikil ad thetta er meir en bara kenningar.

Iranir hafa ekki verid ad saekjast eftir yfirradum yfir sudur Irak nei. Hvort longun eigi ser stad i hausnum a einhverjum stjornmalamonnum Irans sem ekki er hrint i framkvaemd er eitthvad sem skiptir engu mali.

'En eru þá engin átök milli ríkja þar sem landamæri eru tiltölulega eðlileg eða náttúruleg?'

Thad faeri natturulega eftir adstaedum i londum.

En faranleg landamaeri eru formula fyrir deilum.

Eins og deilan i irlandi, indianastridin, afrika, midausturlond og seinni heimsstyrjoldin sanna.

hermann ingjaldsson 20.10.2007 kl. 19:52

13 Smámynd: Daði Einarsson

Er ég að skilja þig rétt að þú teljir réttlætanlegt að eyða ríki til að leiðrétta að illa hafi verið komið fram við einhverja aðra? Þetta er að mínum mati stórhættuleg rök, enda hægt að nota sömu rök til hefja hvaða stríð sem er. Hvað með t.d. svæðin sem voru áður undir Þýskalandi sem eru nú hluti af Póllandi eða Tékklandi? Er eðlilegt að Þjóðverjar hafi talið sig þurfa að flýja þessi svæði? Hvað með svæði sem eru nú undir USA en voru áður undir þjóðflokkum indíána? Hvað með t.d. Texas sem var áður undir Mexíkó? Á það sama að gilda?

Það er merkilegt að sjá hvað þú virðist telja að allt slæmt á svæðinu sé komið frá USA, UK og já vegna veru Ísraela. Hvað með meðferð Jórdana á Palestínumönnum? Hvað með innrás Íraks í Kuwait á sínum tíma? Eða er bara hentugra fyrir þínar pólitísku hugmyndir að kenna USA og þeirra bandamönnum um allt sem aflaga fer? 

Ertu virkilega að halda því fram að Íran hafi engin afskipti að málum í Írak? Ef svo er þá ertu nokkuð blindur. Heldurðu virkilega að Íranar hafi ekki skaffað a.m.k. einhverjum bandamönnum sínum meðal trúbræðra sinna í Suður-Írak vopn eða jafnvel annan stuðning. 

Hvort sem Ísrael varð til á réttum forsendum þá réttlætir það aldrei að ríkinu sé eytt. Auk þess hafa Ísraelar sýnt að þeir eru tilbúnir í viðræður um frið og samningar þeirra halda. Friðarsamningur við Egypta er gott dæmi. Egyptar fengu til baka það svæði sem þeir töpuðu í stríðum gegn Ísrael og friður hefur haldið á milli ríkjanna. Jórdanar hafa líka gert friðarsamning sem hefur haldið 100%. Í Palestínu er meginvandamálið að það vantar trúverðugan samningsaðila - þ.e. einhver sem er til í að semja um frið og getur framfylgt friðarsamkomulagi. Abbas er ekki nógu sterkur en er þó nógu raunsær til að vilja semja. Hamas getur ekki verið samningsaðili þar sem þeir vilja ennþá eyða Ísraelsríki. Því mun lítið gerast í átt að friði fyrr en Palestínumenn koma sínum málum í lag. 

Daði Einarsson, 21.10.2007 kl. 11:35

14 identicon

'Er ég að skilja þig rétt að þú teljir réttlætanlegt að eyða ríki til að leiðrétta að illa hafi verið komið fram við einhverja aðra?'

 Ef ad polverjum dytti allti einu i hug ad radast inn i island og stofna nytt riki, tha ja, thad riki hefdi engan tilverurett. 

Og palestinumenn eru ekki einhverjir adrir, their eru heimamennirnir.

 'Þetta er að mínum mati stórhættuleg rök, enda hægt að nota sömu rök til hefja hvaða stríð sem er.'

Nei thad er rangt, thetta a vid einungis thegar hryllileg misnotkun a folki og valdi a ser stad.

 Thad er lika storhaettulegt ad taka thessi rok ekki gild, ad vidurkenna thar med vopnavaldsforrettindin sem gydingar hafa haft. Og setja fordaemi fyrir hvern haegt er ad komast upp med svona glaepi.

'Hvað með t.d. svæðin sem voru áður undir Þýskalandi sem eru nú hluti af Póllandi eða Tékklandi? Er eðlilegt að Þjóðverjar hafi talið sig þurfa að flýja þessi svæði?'

Nei thad var ekki edlilegt.

 'Hvað með svæði sem eru nú undir USA en voru áður undir þjóðflokkum indíána? Hvað með t.d. Texas sem var áður undir Mexíkó? Á það sama að gilda?'

Indianarnir eru lang flestir daudir.

Mexiko var nybuid ad stela landinu af indianunum sjalft. Og tha verdur thetta svona 'eg stal landinu fyrst' keppni.

 'Það er merkilegt að sjá hvað þú virðist telja að allt slæmt á svæðinu sé komið frá USA, UK og já vegna veru Ísraela. Hvað með meðferð Jórdana á Palestínumönnum?'

 Hvad eru jordanir ad gera palestinumonnum? Eg helt ad half palestina vaeri komin til jordaniu eda libanon sem flottafolk.

'Hvað með innrás Íraks í Kuwait á sínum tíma? Eða er bara hentugra fyrir þínar pólitísku hugmyndir að kenna USA og þeirra bandamönnum um allt sem aflaga fer? '

 thad hefur verid svo gifurlegur arodur gegn saddam sidan thad for ad henta hagsmunum bandarikjamanna ad thad er algjorlega otharfi fyrir mig ad tala gegn honum. Fra 1990 hafa bandarikjamenn alveg sed um thad, and then some.

 'Ertu virkilega að halda því fram að Íran hafi engin afskipti að málum í Írak? Ef svo er þá ertu nokkuð blindur. Heldurðu virkilega að Íranar hafi ekki skaffað a.m.k. einhverjum bandamönnum sínum meðal trúbræðra sinna í Suður-Írak vopn eða jafnvel annan stuðning. '

Ja eg aetla bara rett ad vona ad their hafi gert thad. 

En andstadan vid usa er miklu meira i sunni hlutanum. Sem bendir meir til Saudi arabiu eda syrlands.

bandarikjamenn og bretar hafa engan rett a ad vera tharna og andstada er fullkomlega edlileg.



hermann ingjaldsson 21.10.2007 kl. 12:31

15 Smámynd: Daði Einarsson

Andstaðan við hersetu USA og bandamanna á Írak er fullkomlega eðlileg, en það er ekki eðlilegt þegar erlend ríki eru að ýta undir óöldina - sama um hvaða ríki er að ræða.  Sama á við afskipti t.d. USA í Suður Ameríku í gegnum tíðina. Íranar eru að þessu í dag í Írak, Sýrland er líka að gera það sama og líklega fleiri ríki.

Þannig að fyrir þér er meginmálið að viðkomandi hafi verið beittir harðræði eða að vopnavald sé ekki viðurkennt sem leið til að taka yfir land. Þá á það sama fullkomlega við um indíána þar sem þeirra land var tekið með hervaldi og reynt var í raun að útrýma þeim. En fyrir þér virðist Palestína vera eina svæðið sem skiptir máli í því. Af hverju á það sama ekki við um þau svæði sem Sovétmenn tóku með hervaldi eða svæði sem tekin voru af Þjóðverjum með valdi eftir fyrra stríð? Hver er munurinn? Var ekki svæðið tekið af þeim og var ekki illa farið með Þjóðverja á svæðinu? Af hverju voru þeir annars að flýja vestur á bóginn?

Það sem fer mest í taugarnar á mér í allri umræðu um svæðið er að of margir tala sem að annað hvort sé allt USA að kenna eða að þeir séu svotil englar. Allir þeir sem koma að málum eru eingöngu misslæmir. Innrásin inn í Írak var ekki réttlætanleg ólíkt innrásinni inn í Afganistan. Sama á við afskipti Írana á svæðinu og svo auðvitað þeirra starf að því að koma sér upp kjarnorkuvopnum.

Daði Einarsson, 22.10.2007 kl. 08:07

16 identicon

'Andstaðan við hersetu USA og bandamanna á Írak er fullkomlega eðlileg, en það er ekki eðlilegt þegar erlend ríki eru að ýta undir óöldina - sama um hvaða ríki er að ræða. '
Vandamálið er að Írak er tilbúið ríki samsett af stríðandi fylkingum. Í raun mátti sjá þetta fyrir að það yrðu ríkjadeildur milli Írak og landanna í kring því landamærin eru dregin þannig að td Kúrdar lenda í mörgum löndum. Þetta sést á því að Sýrland, Tyrkland og Íran eru öll sökuð um að hafa 'óeðlileg' áhrif innan Írak. En ástæðan liggur í hvers eðlis Írak er.

'Það sem fer mest í taugarnar á mér í allri umræðu um svæðið er að of margir tala sem að annað hvort sé allt USA að kenna eða að þeir séu svotil englar.' Ég er sammála því. Þetta er að stórum hluta valdatafl. En USA eru þeir stóru og því sést þeirra ásetningur betur en hjá öðrum. En maður þarf að passa sig á því að það sem USA gerir er ekki endilega gott fyrir USA heldur ákveðna valdamikla hagsmunaaðila. Þeir sem stjórna í USA eru blindaðir af eiginhagsmunum alltof mikið. Telja sig kannski vera að gera rétt, enda er mannshugurinn ótrúlegur í því að sannfæra sig um ótrúlegustu hluti eins og sést tildæmis oft í Trúfélögum. Einnig er ótrúlgur fjöldi fólks sem er blindað af hatri og reiði gagnvart vesturlöndum. Semsagt þessar stríðandi fylkingar eru að sumu leiti eins og brjáluð naut að berjast.  Erfitt að tala um að annar sé voða góður og hinn voða vondur. En annar getur verið í meiri rétti enn hinn.

Ég held að það sem kemur fram í fjölmiðlum sé að stórum hluta tilbúnar ástæður. Tildæmis ef farið er yfir ástæður innrásarinnar í Írak. Afhverju er Saudi Arabia látið vera? Þar er einræði. Afhverju mega Íranir ekki framleiða Úraníum? Einu lögin sem banna það eru lög sem sett voru um að Íran megi ekki framleiða Úraníum. Þeir eru teknir sérstaklega fyrir. Afhverju? Því þeir halda að þeir munu framleiða kjarnavopn? Því þá væru þeir of nálægt því að geta búið til kjarnavopn? Er það ekki því þeir vilja hafa stjórn á Íran, hafa þá í bandi?  Vilja þeir ekki stjórnað þeim að einhverju marki, segja þeim fyrir, í krafi valda sinna? Það getur vel verið að það sé skiljanlegt að vilja það. En það væri aldrei sagt í fjölmiðlum.

'En fyrir þér virðist Palestína vera eina svæðið sem skiptir máli í því. Af hverju á það sama ekki við um þau svæði sem Sovétmenn tóku með hervaldi eða svæði sem tekin voru af Þjóðverjum með valdi eftir fyrra stríð?' Þetta er alveg rétt. Virðist vera að flest lönd hafi verið stofnuð með harðræði. En Palestínumenn eru þarna og eru að berjast fyrir sínum rétti. Og þeir eru nokkuð margir. Það er kannski helsti munurinn.


Skúli 22.10.2007 kl. 18:25

17 Smámynd: Daði Einarsson

Í ljósi umræðunnar hér þá held ég að ég þurfi að skrifa annan póst um þessi mál enda mikilvægt og áhugavert mál.

Bara eitt atriði kjarnorkuáætlun Írana, þá hefur þeim verið boðið af Rússum að fá það kjarnorkueldsneyti sem þeir þurfa. Þeir hafa því í raun tilboð sem gerir auðgun úrans ónauðsynlega. Það er því erfitt að áætla annað en að þeir stefni hraðbyr að því að koma sér upp kjarnorkuvopnum. Af hverju ættu þeir annars að vera svo í mun að auðga úranið sjálfir?

Daði Einarsson, 23.10.2007 kl. 07:26

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og sjö?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Vangaveltur um hitt og þetta

Höfundur

Daði Einarsson
Daði Einarsson

Áhugamaður um stefnumótun, sérstaklega í heilbrigðismálum og í því er varðar siðferði í opinberri stjórnsýslu. Ennfremur með mikinn áhuga á gæludýrum og allt sem þau varðar, og rek ásamt tveimur öðrum óháð gæludýraspjall.

Netfang: dadi.einarsson@gmail.com

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband