Væri þá ekki líka ...

... fyrir Kína að hætta að skipta sér af málefnum annarra ríkja. Kína er nú ekki barnanna best í þessum málum og hafa í raun kúgað mörg ríki til að fara að sínum vilja. Er það annars ekki málefni hvers ríkis hverja þeir hitta á eigin landsvæði eða hvaða ríki þeir viðurkenna? Kína hefur kúgað heiminn til að formlega viðurkenna ekki Taiwan og að ákveðnir aðilar sjáist ekki þegar leiðtogar Kína eru á ferð - sbr. Falun gong.

Það er flott hjá Bush að heiðra Dalai Lama enda er mikilvægt að því sé haldið á lofti að Tíbet á að vera frjálst og var annars ekki innrásin og innlimun landsins í Kína, ólögleg skv. alþjóðalögum?


mbl.is Kínverjar gagnrýna Bandaríkin harðlega fyrir að verðlauna Dalai Lama
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kínverjar hafa gert tilkall til Tíbet í margar aldir. Frá miðri 18. öld var þar jafnan kínverskt setulið og landstjóri. Það er samt erfitt að segja til um það hvort að landið var "hluti af Kína" eða ekki þar sem hugmyndir keisarastjórnarinnar um tengsl við önnur lönd voru öðruvísi en í nútímanum (engin diplómatísk tengsl á jafnréttisgrundvelli, útlend ríki þurftu alltaf að sýna keisaranum undirgefni). Frá því um miðja  19. öld minnkuðu áhrif Kínverja í Tíbet þar sem Kína sjálft var mjög veikt og stór hluti landsins í raun undir erlendum yfirráðum. Tíbet var í raun aftur orðið sjálfstætt ríki þegar keisaradæmið féll í Kína 1912.

Frá 1912 ríkti glundroði og borgarastríð í Kína, sem þýddi að Kína var ekki í stakk búið til þess að fylgja eftir kröfum sínum, og það ástand ríkti þar til að kommúnistar náðu stjórn á Kína 1949. Bæði þjóðernissinnar og kommúnistar gerðu þó alltaf formlegt tilkall til Tíbets sem kínversks landssvæðis. Eftir að kommúnistar sameinuðu Kína fylgdu þeir kröfunni til Tíbet eftir með hervaldi.

Það má því vera að innrásin geti talist lögleg samkvæmt alþjóðalögum eða a.m.k á gráu svæði. Hinsvegar var hún siðlaus og það sem viðgengst núna, skipulögð viðleitni til þess að útrýma tíbetskri menningu og þjóðernisvitund, er augljóslega í trássi við allar hugmyndir um mannréttindi.

Hans Haraldsson 18.10.2007 kl. 09:02

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og sex?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Vangaveltur um hitt og þetta

Höfundur

Daði Einarsson
Daði Einarsson

Áhugamaður um stefnumótun, sérstaklega í heilbrigðismálum og í því er varðar siðferði í opinberri stjórnsýslu. Ennfremur með mikinn áhuga á gæludýrum og allt sem þau varðar, og rek ásamt tveimur öðrum óháð gæludýraspjall.

Netfang: dadi.einarsson@gmail.com

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 773

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband