Skiptir það virkilega einhverju máli?

Er svo illa komið fyrir íslenskunni að þörf er á að setja ákvæði um hana í stjórnarskrá? Hvað mun það þýða í raun? Ég get ekki séð að það breyti neinu varðandi stöðu íslenskunnar í íslensku samfélagi enda er hún okkar móðurmál og hið opinbera tungumál. Ekki hafa komið upp hugmyndir, a.m.k. ekki alvarlegar, um að breyta því.  Að ýta undir þekkingu á málinu og aðstoða útlendinga við að læra málið er gott mál en er ekki best að stoppa þar? Eða bera menn ekki meiri virðingu fyrir stjórnarskránni?

Íslenskunni verður ekki viðhaldið með einhverjum lagabókstaf og að setja það í stjórnarskrá að íslenskan sé þjóðtunga Íslendinga er að mínu mati tákn um vanmáttarkennd okkar gagnvart okkar ágæta tungumáli. Gaman væri að vita hvort aðrar þjóðir hafa farið þessa leið og þá hverjar.


mbl.is Samhljómur um að ákvæði um íslensku verði sett í stjórnarskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þarfagreinir

Ég veit ekki til þess að algengt sé að binda þjóðtungur í stjórnarskrá, enda hefur það frekar lítið praktískt gildi, eins og þú bendir réttilega á.

Þarfagreinir, 10.10.2007 kl. 15:50

2 Smámynd: Ellert Smári Kristbergsson

 

Ég held að aðal málið sé ekki að banna fólki að tjá sig á öðrum tungumálum en Íslensku. Heldur sé hér málið að skýrslur og önnur gögn sem fyrirtæki senda frá sér verði aðgengileg á íslensku líka.

Það er farið að vera frekar alvarlegt mál hér á klakanum hvað fólk er farið að nota enskuna mikið. Sem dæmi má nefna alþjóðlegu kvikmyndahátíðina sem er nýliðin. En þar voru titlar kvikmyndanna þýddir yfir á ensku og hengdir upp á vegg í Regnboganum. Þó mátti hvergi sjá sambærilegt veggspjald með titlunum á frummálunum eða Íslensku.

Ellert Smári Kristbergsson, 10.10.2007 kl. 15:57

3 Smámynd: Daði Einarsson

Ellert, er þetta ekki orðið menningarlegt vandamál þegar kemur að kvikmyndahúsum að notast er við enska titla og kvikmyndir sem eru ekki á ensku (íslenskar og frá öðrum málsvæðum en því enska) eru að nota enska titla eða á íslandi sé verið að nota enska þýðingu á titli viðkomandi myndar? Annað mál er líka að þýðingar eru mjög oft slæmar. Spurningin er aftur á móti hvað eigi að gera í málinu. Mun það að hafa ákvæði í stjórnarskrá breyta einhverju? Mun lagasetning með þvingunar- og refsiákvæðum breyta einhverju? Ég stórefast um það.

Daði Einarsson, 10.10.2007 kl. 16:23

4 identicon

Ég er sammála Daða og Þarfagreini. Ég sé ekki hvaða tilgangi þetta tilætlaða stjórnarskrárákvæði á að þjóna. 

Jón Gunnar Ásbjörnsson 10.10.2007 kl. 17:52

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fimm og átján?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Vangaveltur um hitt og þetta

Höfundur

Daði Einarsson
Daði Einarsson

Áhugamaður um stefnumótun, sérstaklega í heilbrigðismálum og í því er varðar siðferði í opinberri stjórnsýslu. Ennfremur með mikinn áhuga á gæludýrum og allt sem þau varðar, og rek ásamt tveimur öðrum óháð gæludýraspjall.

Netfang: dadi.einarsson@gmail.com

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 768

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband