Jákvæðar fréttir

Gaman að sjá að Palestínumenn eru ekki sáttir við stjórn Hamas. Þúsundir hafa nú mótmælt þrátt fyrir bann við almenningssamkomum. Segir kannski mikið um Hamas að þeir telja þörf á að banna almenningssamkomur. Líf á Gaza hefur versnað eftir að Hamas tók völdin með vopnavaldi og sýndi þar með friðarvilja sinn. Líklega áttar fólk sig á því að mun líklegra er að Abbas nái fram raunverulegum árangri og möguleika á efnahagslegri uppbyggingu Palestínu til lengri tíma heldur en Íslamistarnir í Hamas. Staða Hamas ætti því að vera mun veikari þegar kemur að næstu kosningum í Palestínu. Best er fyrir Palestínumenn ef að hófsöm öfl eru við völd bæði í Palestínu og í Ísrael. Það má sjá þess merki þessa dagana þegar viðræður eru í gangi milli Abbas og Olmert.
mbl.is Mótmæli á Gasa gegn Hamas
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ægir

Best væri að palestínumenn næðu sáttum sín á milli og semdu svo við Ísrael, að annað aflið semji bara gengur það varla til langframa. Enn því miður virðist hamas ekki hafa mikin áhuga á friði hvorki við sína bræður eða Ísrael.

Ægir , 31.8.2007 kl. 14:55

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og sjö?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Vangaveltur um hitt og þetta

Höfundur

Daði Einarsson
Daði Einarsson

Áhugamaður um stefnumótun, sérstaklega í heilbrigðismálum og í því er varðar siðferði í opinberri stjórnsýslu. Ennfremur með mikinn áhuga á gæludýrum og allt sem þau varðar, og rek ásamt tveimur öðrum óháð gæludýraspjall.

Netfang: dadi.einarsson@gmail.com

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 761

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband