Dýr vottorð á Íslandi eða bara svona ódýr í Lúx?

Nú er undirbúningur í fullum gangi fyrir brúðkaupið mitt sem fram fer í Sofíu í Búlgaríu Nóvember. Sem hluti af undirbúningnum er að afla þeirra vottorða sem þörf er. Þar sem ég hef búið í Lúx núna í bráðlega 4 ár þá þurfti ég vottorð um hjúskaparstöðu mína bæði frá Íslandi og Lúxemborg. Vottorðið kostaði hjá Þjóðskrá 800 krónur eða tæpar 9 evrur. Sama vottorð í Lúx kostaði 2 evrur. Svo þurfti auðvitað alþjóðlega vottun vottorðunum þ.e. apostille sem utanríkisráðuneyti landana sjá um. Hér í Lúx borgaði ég heila evru fyrir það. Með öllu þá borgaði ég fyrir vottorðið og vottun á því um 1/3 af því sem vottorðið eitt kostaði heima á fróni. Er ekki spurning um að vottorðin heima verði lækkuð í verði? Eða eru þau bara virkilega ódýr hér í Lúx? Ekki það að þessi kostnaður vaxi manni í augum en það er bara spurning hvort að þessi þjónustugjöld á Íslandi séu of há miðað við þjónustuna sem er veitt. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af þremur og þremur?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Vangaveltur um hitt og þetta

Höfundur

Daði Einarsson
Daði Einarsson

Áhugamaður um stefnumótun, sérstaklega í heilbrigðismálum og í því er varðar siðferði í opinberri stjórnsýslu. Ennfremur með mikinn áhuga á gæludýrum og allt sem þau varðar, og rek ásamt tveimur öðrum óháð gæludýraspjall.

Netfang: dadi.einarsson@gmail.com

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 726

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband