Loksins eitthvað vitrænt

Ef fréttin er rétt og Guantanamo verði lokað þá verður stigið mikilvægt skref í rétta átt hjá Bush og félögum. Loksins virðast þeir átta sig á að það sem fram fór í búðunum var mjög slæmt fyrir baráttuna gegn hryðjuverkum. Með búðunum fengu hryðjuverkahópar upplagt dæmi til að nota til að fá nýja félaga. Með búðunum (og Íraksstríðinu) gróf USA undan þeirri samúð sem var með þeim eftir 9/11 og dró úr möguleikum sínum til að draga úr hryðjuverkum í heiminum. En batnandi mönnum er best að lifa.
mbl.is Líkur á að Guantánamo verði lokað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þarfagreinir

Þetta fer nú allt eftir því hvað verður þá gert við fangana, en jú, þetta lofar engu að síður góðu.

Þarfagreinir, 22.6.2007 kl. 11:15

2 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Já hugsa að það sé einmitt það sem hann vilji að menn finnist.  Að hann sé loksins að batna og fara í rétta átt. Svona fyrir kosningar og svoleiðis, ekki gaman að vera óvinsalasti forseti Bandaríkjana síðustu 35 árin.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 22.6.2007 kl. 14:45

3 Smámynd: Daði Einarsson

Ég held nú frekar að málið sé að þeir séu komnir í það erfiða stöðu með þetta mál eftir dóm Hæstaréttar að þeir verða að leysa málið einhvernveginn. En auðvitað er rétt að Bush vill losna við þetta mál svo einhver smá séns sé á því að eftirmaður hans verði líka Repúblikani.

Daði Einarsson, 22.6.2007 kl. 15:41

4 identicon

Ég baraneita að trúa því fyrr en ég tek á því að bandaríska þjóðin vilji aftur fá Repúblikana sem forseta eftir Bush, jafnvel þó að Juliani verði kandídatinn þeirra.

Anna Ólafsdóttir (anno) 22.6.2007 kl. 15:49

5 Smámynd: Daði Einarsson

Ég myndi telja það mjög ólíklegt miðað við hvernig mál standa í dag, sérstaklega þar sem demókratar hafa nokkra góða frambjóðendur. En líklega verður það ekki stórsigur demókrata, en góður sigur þó.  

Daði Einarsson, 22.6.2007 kl. 19:27

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Lok, lok og læs og allt í stáli, vonandi lokast þær að eilífu þessar búðir.

Ásdís Sigurðardóttir, 22.6.2007 kl. 19:50

7 Smámynd: Jens Guð

  Pyntingabúðirnar í Guantanamo voru/eru tilraunaverkefni Brúsks og félaga.  Það er verið að reyna á hvað hægt er að komast langt út fyrir lagaramma Bandaríkjanna og alþjóðasamfélagsins.  Þarna hafa aldrei verið neinir "merkilegir" eða þýðingamiklir fangar.   

Jens Guð, 27.6.2007 kl. 00:04

Bæta við athugasemd

Hver er summan af þremur og þrettán?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Vangaveltur um hitt og þetta

Höfundur

Daði Einarsson
Daði Einarsson

Áhugamaður um stefnumótun, sérstaklega í heilbrigðismálum og í því er varðar siðferði í opinberri stjórnsýslu. Ennfremur með mikinn áhuga á gæludýrum og allt sem þau varðar, og rek ásamt tveimur öðrum óháð gæludýraspjall.

Netfang: dadi.einarsson@gmail.com

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 758

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband