Voru ekki einhverjir að segja nýlega að evran væri handónýt?

Ef ég man rétt þá er ekki langt síðan sumir sem eru á móti aðild Íslands að ESB voru að tala um að ef Ísland myndi taka upp nýjan gjaldmiðil þá væri betra að taka upp bandaríkjadollar (eða norsku krónuna) enda væri evran svo slæmur gjaldmiðill.

Greinilega hlýtur því að vera að það hafi alveg farið framhjá seðlabönkum heimsins að evran sé svo slæmur gjaldmiðill.


mbl.is Vilja frekar evrur en dali
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju ekki áfangaskýrsla?

Vel er hægt að skilja að þar sem verkið hefur reynst umfangsmeira en menn töldu í upphafi að þörf sé á lengri tíma til að klára vinnu nefndarinnar og gerð lokaskýrslu. En það sem erfitt er að átta sig á er af hverju er ekki þá ákveðið að koma með áfangaskýrslu í nóvember. Hvað er svo sem segir að í janúar fari nefndin ekki fram á annan frest og svo annan?

En eins og ég sagði í gær, hvað er verið að fela og af hverju er ekki hægt að standa við þann frest sem nefndin fékk? Þessi langi frestur vekur líklega upp fleiri spurningar hjá almenningi og grun - hvort sem hann er réttur eða rangur - að annarleg sjónarmið liggi að baki frestuninni.

Í ljósi ofansagðs þá vil ég óska eftir að þeir þingmenn - ef þeir lesa þetta - sem hafa lofað nýjum og gegnsæjum vinnubrögðum fari fram á það að áfangaskýrsla sé gerð fyrir lok nóvember. Þá er jafnvel hægt að gefa nefndinni frest til 1. mars til að ganga frá lokaskýrslu.


mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er verið að fela?

Fréttin er furðuleg ef rétt reynist. Svo virðist sem við munum ekki sjá neina skýrslu fyrr en á næsta ári, er það ekki full löng bið?

Skýrslan átti að koma fyrir 1. nóvember og seinkun um 3 mánuði er furðuleg. Ef að það eru einhver atriði sem standa útaf eða þurfa meiri vinnu, sérstaklega lagatæknileg atriði, þá hlýtur samt að vera hægt að koma með áfangaskýrslu eða eitthvað svipað. Að öðrum kosti er eðlilegt að fólk velti fyrir sér hvað breyttist á fáeinum vikum frá því að formaður nefndarinnar talar um að margt slæmt sé í skýrslunni og þar til allt í einu þarf að fresta birtingu. Eða vilja kannski þingmenn ekki hafa allt upp á borðum?


mbl.is Rannsóknarskýrslu seinkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góður gangur á því

Það er gott að heyra að svör við spurningum Framkvæmdastjórnar ESB eru að verða tilbúin. Þó hafa margir viljað reyna að tefja málið með kröfum um þýðingar á spurningunum, o.s.frv. Sömu aðilar eru auðvitað harðir á móti aðild, hvernig sem endanlegur aðildarsamingur mun verða. Það sem skiptir máli er að stjórnvöld svari spurningunum sem eru að mestu leyti um staðreyndir svo að Framkvæmdastjórn ESB geti lagt mat á hvort lagt verði til við Ráðherraráðið að Ísland fái stöðu umsóknarríkis.

Ekki fyrr en þá hefst samningagerðin og ekki fyrr en að henni lokinni munum við íslendingar vita hvað í raun verður kosið um í þjóðaratkvæðagreiðslu.  Mál eins og sjávarútvegsmál og landbúnaðarmál eru þar mikilvæg. Hver sem niðurstaðan verður þá er mikilvægt að allt sé skýrt í þeim samning sem stjórnvöld koma með heim. Aðildarsamningur hefur í raun gildi sáttmála (treaty) og þar með er ekki hægt að breyta samningnum eftir að hann er gerður og samþykktur í öllum ríkjum ESB nema með samskonar ferli. Eða með öðrum orðum að það sem er í samningnum t.d. varðandi sjávarútvegsmál verður ekki breytt nema með samþykki íslendinga.

Á undanförnum árum hafa margir sagt hitt og þetta um hverju hægt er að ná fram og hvort um tímabundin úrræði verður að ræða. Enginn veit þó hvað kemur út úr viðræðum en ekki kæmi mér á óvart ef að samningurinn verði betri og ásættanlegri fyrir Ísland en að úrtölumenn hafa sagt að væri 100% öruggt að væri ekki hægt að fá fram. 


mbl.is Svör við ESB-spurningum að verða tilbúin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kominn tími á aðgerðir samkeppnisyfirvalda

Samkeppni á matvörumarkaði heima á fróni hefur í of langan tíma verið meira í orði en á borði. Einn aðili hefur í raun stjórnað markaðnum. Þeir hafa getað séð til þess að enginn geti boðið lægra verð en þeir og verið svo stórir að meginatriði fyrir marga framleiðendur hefur verið að halda viðskiptum við Bónusveldið í gegnum Haga.  Þetta er þó einungis partur af vandamálinu þar sem beinar aðgerðir ráðandi fyrirtækis er ekki stærsta meinið. Þegar eitt fyrirtæki er ráðandi á markaði eru margir aðilar sem gera ýmislegt sem þeir halda að stóra fyrirtækið vill hvort sem að það er rétt eða ekki. Með óbeinum áhrifum sínum drepur hið ráðandi fyrirtæki alla mögulega samkeppni sem ekki er innan viðráðanlegra marka. Mikilvægt er þó fyrir fyrirtækið að hafa nokkra smáa aðila á markaðnum svo að hægt sé að benda á hina og þessa sem dæmi um samkeppni og að yfirvöld þurfi ekki að gera neitt enda samkeppni mikil. Ef stjórnvöld og sérstaklega samkeppnisyfirvöld sjá ekki í gengum þetta og átti sig á því að aðgerða er þörf til að raunveruleg samkeppni sé til staðar, þá eru neytendur í vanda. En þetta hefur einmitt átt sér stað á undanförnum árum. Þó er varla hægt að sakast mikið við þá sem hafa starfað að þessum málum enda verið mikill þrýstingur frá stjórnmálamönnum að ekkert skuli aðhafast gagnvart umræddu fyrirtæki, og spuninn í fjölmiðlum gerði eigendur fyrirtækisins að píslarvottum vegna þess að yfirvöld voguðu sér að draga þá fyrir dómstóla vegna rökstudds gruns um brot á lögum. En nú er staðan önnur ... vonandi.

Nú er kominn tími til að því að samkeppnisyfirvöld taki af skarið og skipti upp Bónusveldinu a.m.k. varðandi matvörumarkaðinn.  Aðstæður eru betri og fáir myndu í dag telja að bónusfeðgarnir væru fórnarlamb hatursherferðar geng þeim eftir allann þann skaða sem þeir hafa valdið íslenskum almenningi á undanliðnum árum ... eða hvað?


mbl.is Alvarlegt fyrir nýsköpun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gæti mögulega fært Obama útnefninguna

Nú er illt í efni fyrir Hillary Clinton ef rétt reynist að Ted Kennedy ætli að styðja opinberlega Barack Obama sem forsetaefni demókrata. Ástæðan er nokkuð einföld, ef að Obama hefur talsverðan stuðning bæði meðal svartra og latino ásamt því að hafa kannski rétt undir helming meðal hvítra þá er þetta nokkurn veginn komið hjá honum. Minnihlutahópar eru öflugir innan demókrataflokksins og sem slíkir gætu haft meiri áhrif en fjöldi þeirra segir til um.

Komandi kosningar í Bandaríkjunum eru forvitnilegar fyrir margar sakir, helst þá að sama hver vinnur að þá munu verða miklar breytingar á áherslum í hvíta húsinu. Ný nálgun á viðfangsefni forsetans mun líta dagsins ljós. Skiptir þá litlu á hvaða málaflokk er litið. En meginbreytingin er ný nálgun í vinnubrögðum og verður það líklega besta breytingin fyrir alla sem koma að málum í Bandaríkjunum. Þó að auðvitað séu vinnubrögðin ekki það ólík því sem Clinton stjórnin beitti á sínum tíma. Bush stjórnin hefur á mörgum sviðum einfaldlega margfaldað ógeðfelld vinnubrögð. Ekki endilega ný vinnubrögð, bara í mun meira mæli. Meginnálgun hjá báðum þessum stjórnum hefur verið að nóg sé að það sem er gert sé löglegt og siðferði kemur ekkert að málinu. Auk þess sem trú hefur of mikil áhrif.

Líklegast munu demókratar taka við í hvíta húsinu á ný og forvitnilegt verður að vita hvernig repúblíkanar byggja sig upp eftir það tap. Ennfremur verður áhugavert að sjá hversu neikvæð kosningabaráttan verður sérstaklega af hálfu repúblíkana, enda þegar staðan er erfið þá er stutt í andstyggilegar baráttuaðferðir. Demókratar hafa sterka stöðu enda er Bush óvinsæll og þeir þurfa bara að sjá til að skýrt sé í huga almennings að Bush sé repúblíkani og að ekki sé mikill munur (þó hann sé mikill) milli Bush og hvers sem verður frambjóðandi repúblíkana. En samt sem áður mun, eins og áður, vera naumt á milli demókrata og repúblíkana þegar úrslitin liggja fyrir.


mbl.is Obama fær stuðning Kennedys
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það var þó aldrei ...

.... að góð tillaga kæmi frá Merði. Skipting Reykjavíkur í tvö kjördæmi var með því vitlausara sem hefur verið gert. Að skipta sveitarfélagi í tvennt svo að helmingur borgarbúa sé í hvoru er fáránleg. Sérstaklega þegar kemur að breytingum á kjördæmamörkum fyrir hverjar alþingiskosningar. Þú ert kannski á fullu í stjórnmálastarfi þíns flokks í Reykjavík suður og svo vegna byggðaþróunar lendirðu allt í einu í Reykjavík norður eða öfugt. Svo kemur að borgarstjórnarkosningum og þá ertu aftur í einu kjördæmi. Í raun eru bara ein raunhæf leið og það er eitt kjördæmi. Nema að menn vilji fara þá leið sem er notuð víða erlendis að borgum sé skipt upp í svæði og einn borgarfulltrúi komi úr hverju þeirra. Viðkomandi væri þá fulltrúi Breiðholtsins, Árbæjarins, o.s.frv. Að mínu mati væri það fáránlegur kostur.

Nú er bara að vona að frumvarp Marðar og félaga fái góða umfjöllun í þinginu og verði að lögum. Við næstu alþingiskosningar verði Reykjavík bara Reykjavík, en ekki Reykjavík norður og Reykjavík suður.


mbl.is Reykjavík verði eitt kjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað stendur eftir hjá Framsókn í Reykjavík?

Nú hefur Björn Ingi Hrafnsson borgarfulltrúi Framsóknar ákveðið að hætta a.m.k. sem borgarfulltrúi vegna deilna innan Framsóknar. Hann hefur í raun gefist upp eftir í raun stutt en hörð átök í flokknum a.m.k. eins og ég upplifi það. Átök innan stjórnmálaflokka eru eðlilegur hluti af þeirra starfi og sérstaklega þegar menn eru komnir til áhrifa. Aftur á móti hlýtur staða Björns Inga að hafa veikst mikið eftir afleiki í borginni með því að sprengja samstarfið við Sjálfstæðismenn og hefja ótraust samstarf við vinstri flokkana. Þar sem farið var af stað án þess að semja um málefnin. Nú hefur hann klúðrað stöðu Framsóknar sem flokkur með völd í Reykjavík. Ekki er það góð útkoma og síst líkleg til að ýta undir langtíma stuðning við leiðtoga flokksins í borginni.

En stóra spurningin er hver getur tekið við að leiða Framsókn í borginni? Hver er öflugur fulltrúi flokksins sem getur náð fylgi í næstu kosningum til að flokkurinn haldi áfram sem flokkur með mann í borgarstjórn? Varla er Óskar Bergsson þess umkominn. Nú verður flokkurinn að byggja sig upp og reyna að sýna að þeir standa fyrir eitthvað og helst finna fulltrúa sem getur náð trausti og stuðningi borgarbúa. Að öðrum kosti verður flokkurinn ekki mikils virði og staða hans veikist enn frekar.


mbl.is Björn Ingi hættir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þau koma á óvart

Varla var hægt að búast við að þau væru kát með að VG sé aftur komið í minnihluta. En ef að þau hefðu verið sammála sjálfum sér þá hefðu þau auðvitað átt í október að segja a.m.k. að slæmt væri að flokkar með mjög lítið fylgi væru í stöðu til að ráða hverjir eru við stjórnvölinn í borginni. Þau voru auðvitað kát þá, en nú sést hve vanbúið það var að hafa ekki málefnasamning þegar gamli meirihlutinn lagði í sína stuttu vegferð saman. Það er auðvitað rétt hjá þeim að slæmt er að flokkar með mikið fylgi hafi svo mikil áhrif á hverjir fara með völd, en þannig er það í stjórnmálum í flestum lýðræðisríkjum. Auk þess þá er 10% fylgi ekki það lítið.

Ekki er endilega líklegt að nýi meirihlutinn endist lengi þar sem hann er mjög veikur og varla á vetur setjandi. Best væri ef að fljótlega verði aftur skipt um meirihluta og annað hvort Samfylking eða VG fari með Sjálfstæðismönnum í stjórn. Þá yrði um mun sterkari meirihluta að ræða enda ekki hangið á einum manni, sem má ekki einu sinni vera fjarverandi til að samstarfið jafnvel falli um sjálft sig.


mbl.is Ung vinstri græn lýsa vantrausti á nýjan meirihluta í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig á þetta að ganga upp?

Það er alveg ótrúlegt að fylgjast með borgarmálunum þessa dagana. Svo virðist sem að óstarfhæfur eða a.m.k. mjög veikur vegna innri ágreinings hafi lafað síðan í október á því að leiðtogi eins af þeim flokkum/framboðum sem mynda meirihlutann væri veikur. Svo kemur hann til baka og myndar meirihluta með Sjálfstæðisflokknum. Sá meirihluti hangir á því að hann verði ekki veikur eða forfallist af öðrum ástæðum. Hvernig er hægt að stjórna borginni í þessari stöðu? Er kannski góð stjórn borgarinnar meira mál en það að veikindi eins manns ráði hver myndar meirihlutann? Kannski að best væri ef að Samfylking og Sjálfstæðismenn tækju sig saman og mynduðu starfhæfan meirihluta?

Staða mála í F-listanum er ótrúleg, a.m.k. ef ég er að skilja hana rétt. Svo virðist sem að Ólafur, sem er leiðtogi listans, hafi komist í stjórn með þau mál sem voru stefnumál listans. Jafnframt að hann hafi stuðning í Frjálslynda flokknum. Margrét og Guðrún hafa aftur á móti bara stuðning af sjálfum sér. Hvert er þá í raun umboð þeirra? Hvernig ætla þær að réttlæta að standa að því að meirihlutinn falli jafnvel bara við að Ólafur fái flensu?

Stundum er gott að geta fylgst með pólitíkinni heima á fróni úr fjarlægð.


mbl.is Margrét og Guðrún með gamla meirihlutanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Vangaveltur um hitt og þetta

Höfundur

Daði Einarsson
Daði Einarsson

Áhugamaður um stefnumótun, sérstaklega í heilbrigðismálum og í því er varðar siðferði í opinberri stjórnsýslu. Ennfremur með mikinn áhuga á gæludýrum og allt sem þau varðar, og rek ásamt tveimur öðrum óháð gæludýraspjall.

Netfang: dadi.einarsson@gmail.com

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband