Gæti mögulega fært Obama útnefninguna

Nú er illt í efni fyrir Hillary Clinton ef rétt reynist að Ted Kennedy ætli að styðja opinberlega Barack Obama sem forsetaefni demókrata. Ástæðan er nokkuð einföld, ef að Obama hefur talsverðan stuðning bæði meðal svartra og latino ásamt því að hafa kannski rétt undir helming meðal hvítra þá er þetta nokkurn veginn komið hjá honum. Minnihlutahópar eru öflugir innan demókrataflokksins og sem slíkir gætu haft meiri áhrif en fjöldi þeirra segir til um.

Komandi kosningar í Bandaríkjunum eru forvitnilegar fyrir margar sakir, helst þá að sama hver vinnur að þá munu verða miklar breytingar á áherslum í hvíta húsinu. Ný nálgun á viðfangsefni forsetans mun líta dagsins ljós. Skiptir þá litlu á hvaða málaflokk er litið. En meginbreytingin er ný nálgun í vinnubrögðum og verður það líklega besta breytingin fyrir alla sem koma að málum í Bandaríkjunum. Þó að auðvitað séu vinnubrögðin ekki það ólík því sem Clinton stjórnin beitti á sínum tíma. Bush stjórnin hefur á mörgum sviðum einfaldlega margfaldað ógeðfelld vinnubrögð. Ekki endilega ný vinnubrögð, bara í mun meira mæli. Meginnálgun hjá báðum þessum stjórnum hefur verið að nóg sé að það sem er gert sé löglegt og siðferði kemur ekkert að málinu. Auk þess sem trú hefur of mikil áhrif.

Líklegast munu demókratar taka við í hvíta húsinu á ný og forvitnilegt verður að vita hvernig repúblíkanar byggja sig upp eftir það tap. Ennfremur verður áhugavert að sjá hversu neikvæð kosningabaráttan verður sérstaklega af hálfu repúblíkana, enda þegar staðan er erfið þá er stutt í andstyggilegar baráttuaðferðir. Demókratar hafa sterka stöðu enda er Bush óvinsæll og þeir þurfa bara að sjá til að skýrt sé í huga almennings að Bush sé repúblíkani og að ekki sé mikill munur (þó hann sé mikill) milli Bush og hvers sem verður frambjóðandi repúblíkana. En samt sem áður mun, eins og áður, vera naumt á milli demókrata og repúblíkana þegar úrslitin liggja fyrir.


mbl.is Obama fær stuðning Kennedys
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ása Hildur Guðjónsdóttir

 Gleðilega páska

Ása Hildur Guðjónsdóttir, 21.3.2008 kl. 14:14

2 Smámynd: Ása Hildur Guðjónsdóttir

Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn.

Ása Hildur Guðjónsdóttir, 24.4.2008 kl. 12:29

Bæta við athugasemd

Hver er summan af þremur og núlli?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Vangaveltur um hitt og þetta

Höfundur

Daði Einarsson
Daði Einarsson

Áhugamaður um stefnumótun, sérstaklega í heilbrigðismálum og í því er varðar siðferði í opinberri stjórnsýslu. Ennfremur með mikinn áhuga á gæludýrum og allt sem þau varðar, og rek ásamt tveimur öðrum óháð gæludýraspjall.

Netfang: dadi.einarsson@gmail.com

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 686

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband