Giftingarstress

Nú er allt í einu að hellast yfir mig meiriháttar giftingarstress. Nú eru innan við tvær vikur þangað til athafnirnar fara fram þ.e. bæði borgaraleg og kirkjuleg. Báðar athafnir munu fara fram á búlgörsku og ég mun varla skilja orð, en sem betur fer verður túlkur a.m.k. fyrir þá borgaralegu. Ég fór nú loksins að hugsa hvað ég þarf að gera þ.e. fyrir utan að segja da (já) á réttum stað. Ég fór að skoða þetta betur og það er fullt af hlutum sem ég get auðveldlega klúðrað.

Hingað til hef ég bara haft áhyggjur af búlgörskum hópdansi sem ég verð að leiða. Mér er þó nokk sama um það enda hef ég fyrir löngu komið þeim skilaboðum á framfæri að ef að dansinn er öðruvísi en ætlast er til, að um sé að ræða íslenska túlkun eða útfærslu. Auk þess er flestum sama enda fólk þá farið að drekka, já og svo er mér auðvitað sama enda verður þá mikilvægasta hlutanum lokið.

Ég hef að vísu ekki alveg farið í gegnum athafnirnar með unnustunni en miðað við það sem ég hef lesið er um gífurlega mörg tækifæri til að klúðra eða vera mér til skammar. Aðallega þó í kirkjulegu athöfninni, enda verður sett á mann kóróna og ég held að maður verði að labba í kringum eitthvað borð þrisvar. Í Rétttrúnaðarkirkjum virðist allt vera gert þrisvar.

En skiptir það síðan í raun einhverju máli ef maður klúðrar einhverju? Hvernig sem allt fer þá verður maður hamingjusamlega giftur eftir vonandi góðan dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af þremur og tveimur?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Vangaveltur um hitt og þetta

Höfundur

Daði Einarsson
Daði Einarsson

Áhugamaður um stefnumótun, sérstaklega í heilbrigðismálum og í því er varðar siðferði í opinberri stjórnsýslu. Ennfremur með mikinn áhuga á gæludýrum og allt sem þau varðar, og rek ásamt tveimur öðrum óháð gæludýraspjall.

Netfang: dadi.einarsson@gmail.com

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband