Úlfur, úlfur

Menn eru fljótir að hrópa úlfur, úlfur bara af því að Norðmenn segja að þeir gætu jafnvel beitt neitunarvaldi varðandi þjónustutilskipunina. Norðmenn eru að setja á fót sérfræðinganefnd til að meta áhrif tilskipunarinnar á Noreg. Mjög eðlileg ráðstöfun enda um stórt mál að ræða. Ef norðmenn beita neitunarvaldi skapar það vissulega vandamál en að tala um að EES samningurinn sé þá í uppnámi er kannski of langt seilst. Það er ekki sjálfkrafa að þjónustuhluti samningsins verði tekinn úr sambandi þó að neitunarvaldi sé beitt. Til þess þarf sérstaka ákvörðun.

Ef til þess kemur að Noregur beiti neitunarvaldi þá mun auðvitað fara í gagn sáttarferli til að taka á þeim atriðum sem Norðmenn væru ekki sáttir með. ESB er pólitísk stofnun sem hefur sýnt það í gegnum tíðina að þeir finna lausnir ef vilji er til þess. 

Einhvernvegin læðist að manni sá grunur að þetta mál snúist ekki svo mikið um tilskipunina, heldur að Norðmenn vilji sýna í verki (með að stofna nefnd og að rætt sé um neitunarvaldið) að það er ekki endilega sjálfkrafa að Noregur samþykki allt sem kemur frá ESB. 


mbl.is Nálgast endalok EES-samningsins?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og tíu?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Vangaveltur um hitt og þetta

Höfundur

Daði Einarsson
Daði Einarsson

Áhugamaður um stefnumótun, sérstaklega í heilbrigðismálum og í því er varðar siðferði í opinberri stjórnsýslu. Ennfremur með mikinn áhuga á gæludýrum og allt sem þau varðar, og rek ásamt tveimur öðrum óháð gæludýraspjall.

Netfang: dadi.einarsson@gmail.com

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 667

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband