Hversu vitlausir geta menn verið?

Þetta mál er með því skrítnara sem ég hef heyrt um í langan tíma. Í tölvukerfi eru viðkvæmar persónuupplýsingar og koma þarf upplýsingunum til London. Í stað þess að senda upplýsingarnar rafrænt er ákveðið að afrita þær á tölvudiska. Allt í lagi með það, en að senda þá svo í venjulegum pósti er með því ábyrgðarlausasta sem ég hef heyrt. Af hverju var ekki einfaldlega sendur sendill með diskana? Best hefði auðvitað verið að senda með rafrænum hætti viðkomandi gögn eftir öruggum leiðum og dulkóðað. Varla ætti það að vera vandamál fyrir Bresk yfirvöld eða hvað?

Kannski er stóra spurningin þessi, af hverju er ekki meiri virðing borin fyrir viðkvæmum persónuupplýsingum en það að ekkert mál sé að senda afrit í venjulegum pósti? Það er að vísu ekki bara vandmál í Bretlandi, heldur víðar og yfirleitt í öllum löndum heims. 

Skortur á virðingu fyrir göngum um einstaklinga er eins slæm og of strangar kröfur um meðferð þeirra sem draga úr nytsemi viðkomandi upplýsinga. Viðmiðið hlýtur að vera að upplýsingar um hagi einstaklinga séu öruggar en með þeim hætti að auðvelt sé fyrir þá sem eiga að hafa aðgang að vinna með þær.


mbl.is Bretum bætt hugsanlegt tjón vegna tölvudiskahneykslis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Daði Einarsson

Það er alltaf gaman að sjá að frjálshyggjumenn ganga útfrá að embættismenn séu vanhæfir í það minnsta og jafnvel heimskir líka. Í hinum vestræna heimi eru embættismenn (fastir starfsmenn ríkisins) yfirleitt vel menntaðir og mjög hæfir. 

Daði Einarsson, 22.11.2007 kl. 08:26

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og tíu?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Vangaveltur um hitt og þetta

Höfundur

Daði Einarsson
Daði Einarsson

Áhugamaður um stefnumótun, sérstaklega í heilbrigðismálum og í því er varðar siðferði í opinberri stjórnsýslu. Ennfremur með mikinn áhuga á gæludýrum og allt sem þau varðar, og rek ásamt tveimur öðrum óháð gæludýraspjall.

Netfang: dadi.einarsson@gmail.com

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 686

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband